<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Heim um jólin

Halló allir
já ég ætla heim um jólin. Kem heim 21. des og fer aftur út 30. des svo ég verð ekki heima um áramótin.
Annars mest lítið nýtt hjá mér, er búin að vera kvefuð en held að það sé svona að rjátlast af mér. Fór á ljósmyndasýningu á föstudagskvöldið, sjá Annie Leibovitz - artist life from 1990-2008. Mjög góð sýning. Kasia sem ég leigi með á afmæli í dag, við vorum með afælis morgunmat með ommilettu, grilluðu brauði, ananas og tékkneskar pylsur, rosa gott. Svo kemur fullt af fólki í kvöld að sjá bíósýningu með pólsku framtíðar ævintýri frá 1984. hlakka til að sjá það. Næstu helgi er svo Newcastle ferðin með kórnum og svo 1.des tónleikarnir svo þar verður eitthvað stuð.
seeya later
xxx

|

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Hahahaha Blogg!!!
Já Fanney ég skal blogga, bara fyrir þig ;)
Ég er loksins flutt inn í íbúðina og bý núna með Clem(ensk), Kasia(pólsk) og Beata(pólsk eða tékknesk,ekki alveg viss hehe). Hér er voða gott að vera og verður enþá betra aðeins seinna í dag, því þá fæ ég allt dótið mitt sem ég var með í geymslu hérna úti. Svo verður það fullkomnað þegar ég fæ fötin mín send frá Íslandi. Jejjj.
Vinnan gengur vel, stundum verður kall og stundum er fínt en það verður gott að fá lopapeysuna úr geymslu.
Fer til Newcastle í lok nóvember með kórnum og svo strax mánudeginum á eftir (1.des) verður hátíðardagskrá í Cadogan Hall þar sem kórinn verður að syngja fyrir um 5-600 manns.
Hlakka mest til að fá Fanneyju í heimsókn í einn dag heheh...
Ætla að kíkja á flug til Íslands um jólin.
Bið að heilsa
kossar og knús
Sóla með sýkingu í auganu :(

|

laugardagur, júlí 05, 2008

Hey all!
So now I'm in Iceland and have been working for a week. The church I'm working in is beautiful, there are four wall paintings, oil on concrete, and then decorations and biblical text around the arches. Basically what I'm doing is consolidating the paint, fill in the gaps in the concrete plaster and then retouching. If there are some special services in the church like weddings or funerals we go to the company's workshop and work on paintings or sculptures that need some work done to them. The people I'm working with are all very nice. There is only one licenced conservator working for the company and then a few girls that are in training. Then it is me and Kristín working in the church, both conservators coming in from abroad for the church project. Last week I have been working 12 hours a day, pretty exhausting so I'm enjoying the weekend trying to do nothing but meet up with people I haven't met for ages. And getting ready for the job interview I'm having on Wednesday in London. Last weekend I went to a Sigurrós and Björk outdoor Save the Icelandic nature gig. It was just phenomenal. Met up with my Russian friend Lana that I haven't met since 2003 when see moved back to Russia, ended up in a party in 101 Reykjavík and then went clubbing till six in the morning. It was so good to be back.
I have moved into the guest room at my friends home. She, Guðný, is living in the same part of the city the church I'm working at is in with her boyfriend, Ingvar, and their five year old daughter, Júlía. I'm being spoilt there. Ingvar is a cook and he makes delicious dinner every night and if I am still working at dinnertime they make sure there are leftovers for me in the fridge when I come home. So all I have to do is to go to work, eat and sleep. Well they are going for a vacation for more then a week so I will be taking care of the cat. hehe.
Going to the countryside tomorrow were my whole family is staying in a rented summer house celebrating my grandmas 72nd birthday.
Well you who live in London, I will be in London on Tuesday and Wednesday, leaving for Iceland on Thursday, I will be at the Dog House pub on Wednesday night if anyone wants to meet up.
Looking forward to see you,
hugs and kisses
Sóla

|

miðvikudagur, júní 25, 2008

Hæhæ
ég kem heim á morgun
Sjáumst
Sóla

|

mánudagur, maí 05, 2008

Halló halló

Blogg? Hvað er það?
hehehe...
Já soldið langt síðan síðast. Það er svona þegar það er mikið að gera og þegar maður er ekki að gera eitthvað, þá er maður bara svo þreyttur að maður nennir engu og sérstaklega ekki að fara að blogga eitthvað.
Allavegana, Það er allt ágætt að frétta af mér. Ég er búin að skila lokaritgerðinni sem fjallaði um litarefni sem voru notuð á útskorna muni á Íslandi á 17. og 18. öld, fegin að það er búið. Það er samt enþá nóg að gera í skólanum þar sem það þarf að klára munina þrjá sem ég er búin að vera að vinna með. Þarf að skila öllum skýrslum 30. maí.
Er búin að vera í mikilli vinnuleit líka. Mig langar að finna mér vinnu í forvörslu og mig langar líka soldið að vera hér í Englandi pínulítið lengur. Mig langar líka pínu á koma heim til Íslands eða jafnvel fara einhvert annað í Evrópu að vinna. Það eru svo margar ákvarðanir að taka. Svo væri frábært að koma heim til fjölskyldunnar og vina en erfitt að skilja alla vinina eftir hér og margir hafa hreinlega bannað mér að fara. En ég verð bara að sjá til
Það er smá möguleiki á vinnu á Íslandi í sumar og kannski í haust en ég er að bíða eftir meiri upplýsingum og þegar ég fæ þær þarf ég að ákveða hvað ég ætla að gera.
Er búin að vera dugleg í partýstandi undanfarinn mánuð og vona að sumarfílingurinn sé að koma í fólk hérna...
Er að fara til Luxemburg um næstu helgi að syngja á tónleikum. Við fáum allt borgað, flug, hótel, mat og allt. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu þar. Hlakka mikið til að sjá nýjan stað en býst ekki við að hafa mikinn tíma til að skoða mig um þar sem við verðum bara eina nótt.
Verð að segja frá einni aulabárðasögu af mér, hún gengur um skólann eins og eldur í sinu. hahaha, talandi um eld, ég var nefnilega buin að vera að vinna með lampa með stækkunar gleri og skaust bara upp á klósettið, þegar ég kom til baka var brunalykt og reykur í herberginu. Þá hafði sólin komið út frá skýjunum á meðan ég var uppi, hún skein í gegnum stækkunarglasið og það var brunablettur á borðinu. Ég var bara heppin að það var ekki einhver pappír eða hlutur undir stækkunargleinu því þá hefði ég kveikt í skólanum. hehe, ekki gott, ferillinn væri farinn áður en hann hefði hafist. hehehe...
Jæja nóg í bili
bið að heilsa ykkur öllum
kossar og knús
Sóla

|

mánudagur, nóvember 19, 2007

hæ og hó!!
Er ekki komin tími til að blogga?
Já annars er ekki mikið að gerast hér nema það að við vorum að fá internet. Jeejjjjjjjj. Geðveikt stuð:)
Allavegana þá er brjálað að gera í skólanum. Og jólagjafa skipulagningin er að byrja.
María er flutt til Íslands aftur :( Hennar verður saknað. Við erum komnar með nýjan meðleigjanda, Guðrúnu, hún er rosa fín.
Talk to you later
kossar og knús
Sóla

|

mánudagur, ágúst 27, 2007

Kveðja

Í morgun kvaddi afi Siggi í Hafnó þennan heim. Hann greindist með krabbamein í brisi i Maí og það var strax vitað að það var lítið hægt að gera. Ég og mamma sátum hjá honum i alla nott svo kvaddi eg i morgun og hann var vist farinn korteri seinna. A sama tima var eg að keyra Hringbrautina og fann friðinn koma yfir mig
Eg a eftir að sakna hans ofsalega mikið en eg er þakklat fyrir að hafa verið a Islandi þegar hann for.
Saknaðarkveðjur
Solveig

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?