<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 30, 2003

Snjór snjór snjór
djöfulli gaman að spóla í snjó. Í hvert skipti sem eitthvað vantar eða það þarf að sækja einhvern í dag hef ég boðist til þess. Bara nýt þess að spóla áfram og tekst það vel án þess að festa mig:)
Fór og söng í jarðarför á kotsrönd. veit ekkert um þessa konu en þar söng strákur einsöng nokkuð góður. Hann er búin að vera að syngja með gospelkór Reykjavíkur og það var mikið hlegið eftir á að hann var ekki í rósóttu skyrtunni sem hann var í í bæði skiptin sem ég hef séð hann syngja hehe.
Annars skrapp ég aðeins upp á verkstæði að reikna aðeins og það var bara ágætt að koma þarna og hitta alla strákana aftur.

Er ekkert búin að ákveða með morgundaginn en ætla bara að djamma með stelpunum veit samt ekki hvað á að gera. ég veit samt að veigarnar eru til...

Þið heyrið bara eftir tvo þrjá daga hvað gerist...

|

mánudagur, desember 29, 2003

Afmæli og Sölvadjamm um helgina. bara frábært
í party komu fullt af fólki og miklir og merkilegir hlutir ræddir. Allt frá einstæðum mæðrum upp í tryggingar og ríkisstjórn vora, þegar hlutirnir voru orðnir of alvarlegir spurði ég fólkið hvort fólkið væri ekki að djamma ...
svo lá leiðin á hótel örk og þar var dansað og djammað þó við kæmum seint á staðinn. Þar hitti ég Adda sem átti að vera í Oxford eða eitthvað um jólin en vísað rann út svo hann kom bara heim. Gaman að hitta hann...
Fullt af fólki sem gisti hér og fólk mjög misjafnt daginn eftir en ég var í góðu formi og fór í jólaboð.


Dagurinn í dag var frekar ævintýralegur. Var samferða Baddý í vinnuna í Reykjavík, það tók okkur einn og hálfann tíma að komast í vinnuna og við mættum korteri of seint. Hennar kúnni tók því vel en mín var bara í fýlu allan tíman og lét eins og ég væri fábjáni að láta mér detta það í hug að mæta of seint í vinnuna. Það voru margir sem afbókuðu tímann sinn en ekki hjá mér, bara hjá hinum. Svo var ég allan daginn að reyna að komast að því hvort það færi rúta austur kl hálf sjö. Svo þegar ég loksins var búin í vinnunni fór klukkutími í að koma Ingibjörgu út af efrabílastæðinu svo ég missti af rútunni heim en ég beið þá bara eftir áttarútunni. Vá það var nú bara svoldið stuð í snjónum og vera síðan dregin um af jeppa sem var líka að festa sig.

Sólveig snjóbröltari

|

föstudagur, desember 26, 2003

Jólin, jólin, jólin koma brátt...
nei fyrirgefiði þau eru víst komin. Gleðileg jól allir. Vonandi var aðfangadagur og rest frábær hjá öllum:)
Þið eruð líka öll frábær...
Jæja í dag er ég að byrja að njóta jólafrísins míns, þó Sigrún og mamma sitji með sveittann skallann í eldhúsinu að búa til jólapizzukellingar fyrir ammælið hennar Sigrúnar. ég var nefnilega að vinna til 18 22. des og fór þá að búa til jólagjafir sem ég kláraði ekki fyrr en um kaffileytið á þorláksmessu. Þá fór ég að pakka þeim öllum inn og að skrifa jólakortin og þegar það var búið kom auðvitað að tiltekt og þrifum:)
Og auðvitað var allt í rúst... ... ég held að amma hafi fengið smá sjokk þegar hun kom í skötustöppu á þorláksmessukvöld, því þá var allt gjörsamlega í rúst...
Allavegana þá held ég að við höfum hætt að þrífa um fimmleytið á Aðfangadag. Söng svo í messu kl sex og fékk svo æðislegan mat og allt of mikið af pökkum. tveir geisladiskar og þrjár bækur kalla ég góð jól. Eivör Páls og +i svörtum föturm... go Palli frændi... ... frábærir diskar. bjórkollur, fullkomin fjarvistarsönnun og jörðin og öxin. virkar vel á mig. Svo fékk ég lika markt annað en nenni ekki að telja það allt upp.

Jóladagur fór svo í að syngja í tveimur messum og svo um fimmleytið gat ég svo loksins farið að spila gettubetur og borða jólahangikjötið svo horfði ég auðvitað á Amilie í sjónvarpinu... frábær mynd svona must see...
í dag er ég svo bara búin að hafa það gott fara í heimsóknir og láta aðra sjá um matarkostnaðinn hehehe svona á að gera það. ætla að sleppa annan í jólum djamminu því það á að djamma á morgun og á áramótunum...


æðislegar jóla og stuðkveðjur til ykkar allra
Sóla jólasæta

|

sunnudagur, desember 14, 2003

ég þoli ekki þetta helvítis drasl ég vona að þið getið lesið þetta en ég er samt stillt á íslensku
nenni ekki að skrifa allt aftur

|
hæhæ
reyndi að blogga um daginn en það mistókst eitthvað. því ég var búin að skrifa helling þegar ég, alveg óvart, ýtti á einhvern takka og allt hvarf af skjánum:(
´Bætið það bara upp í dag hihii...
Komst loksins á tónleikana á miðvikudaginn og þeir voru geðveikir geðveikir geðveikir.... ... GE�VEIKIR
maður geymdi bæði stund og stað bara frábært út í eitt. Ætla að safna diskunum þeirra og vonandi fæ ég í jólagjöf annars kaupi ég mér bara sjálf eftir jól.
talandi um jól. Sigrún ég er búin að kaupa jólagjöf handa þér. Hihihi langar aðeins að gera þig spennta:)
Já ég djammaði barasta um helgina en kom ekki með neim undarlega útlýtandi bit eins og síðast...
Tók það bara rólega á föstudaginn var boðið í mat hjá Ninnu og Rakel og Ninna eldaði þennan líka fínasta rétt með osti OSTI VEISLUKOSTI �. Svo fórum við á Snúlla og horfðum á Idolið, vá þetta var frábær þáttur, þau voru öll svo góð að maður vissi barasta ekki hvern maður átti að velja. Kaus Ardísi á endanum því ég vil halda henni inni lengur og það eru aðrir sem eru öruggir inni...
chilluðum svo bara þar sungum með sigga og feðgunum og svoleiðis fór svo bara snemma heim því ég þurfti að fara að vinnaá laugardaginn.
Fór í klippingu og lét raka smá á hausnum á mér... ... þið bíðið spennt eftir að sjá:)

jólahlaðborðið á hótel örk var frábært. Fór þangað á laugardagskvöldið með kallavinnunni minni. Þeir voru nú ekki alveg eins makalausir eins og síðast, en ég var það hinsvegar eins og alltaf. Meira að segja nýja kærastan hans Helga Viðars mætti á staðinn... ... Það er ótrúlegt hvað náunginn er með kynlíf á heilanum, hann bara hugsar ekki um annað.
Allavegana fór ég síðan í blakpartý með Erlu og Begga þar var bara fínt og fullt af dónabröndurum. Svo skelltum við okkur á Snúlla þar sem var sungið og dansað fram í rauðan dauðann. By the way vitiði hvað hann hemmi er ógeðslega flottur og góður dansari...
Reyndum svo að fá fólk í partý en ekkert gekk sat þá með Begga og spjallaði í sotla stund og erla var sofnuð í stólnumhihi
fór svo heim og sofnaði í sófanum afþví ég komst að því um síðustu helgi að þar er berst að sofa eða eitthvað svoleiðis. færði mig reyndar inn í rúm um níuleytið í morgun og svaf bara til hádegis, sem var náttúrulega frábært.

Búin að eiga rólegan dag í dag horfa á Stellu í framboði. Hún er svosem ágæt en ekki nærri eins fyndin og hin stellu myndin. er svo búin að gera þrjár sætar og svoleiðis.

Semsagt góð helgi og eitt nýtt simanúmer
Chao:)

|

þriðjudagur, desember 09, 2003

Jelló
Mig vantar far til Reykjavíkur á morgun kl:1800 hvorki fyrr né seinna. ég ætla nefnilega á muse tonleikana en mig vantar far:(
ég fer bara á puttanum ef ég kemst ekki öðruvísi.
Fór á djammið eins og vanalega var farið á sólon til að láta taka af sér myndir. Svaka djamm og svaf svo í sófanum hans Svans. Besti sófi í heimi æðislegt að sofa í honum. Mér datt í hug frænka hans Stefáns þegarhún var að klappa sófanum...
Svo var laufabrauð á sunnudaginn og sætustu krakkar í heimi þar.
jæja best að fara að næra sig. Mamma var að hvísla það er kominn matur. ég er eina sem er með rödd á heimilinu
sjú

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?