<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Langt síðan síðast...

Já það er kannski kominn tími til að blogga. Ég er búin í páskafríinu og byrjuð aftur í skólanum. Hundarnir sem ég passaði voru rosalega sætir og góðir. Ég hef samt aldrei séð hunda sem sofa jafn mikið eins og þeir.
Svo kom Sigrún í heimsókn í viku eða svo. Það var rosa gaman að fá hana og flatkökurnar og hangikjötið, lambalærið og páskaeggin. Ég hef sjaldan labbað eins ógeðslega mikið og þá.
Vinnan í Westminster Abbey var skemmtileg og við vorum ógeðslega dugleg, vorum tvisvar beðin um að hægja á okkur svo við myndum örugglega fá borgað fyrir það sem var búið að lofa okkur. Er líka komin með vinnu þar í sumar frá byrjun júlí fram í miðjan september. Svo ég veit ekki hvenær ég kem til Íslands en þarf að ákveða sem fyrst svo ég geti látið bossinn minn vita.
Það var eginlega bara svoldið gott að koma aftur í skólann, hitta alla krakkana aftur. Stundaskráin þessa önnina er mjög skemmtileg. Við verðum í steinhöggi, forvörlslu á steinum, teikningu, eðlisfræði og leisertækni og förum á einstaka gestafyrirlestur í forvörslu. Á mánudaginn í síðustu viku byrjuðum við bara áþví að hanga og taka til í stúdíóinu okkar því við vorum að bíða eftir nefndinni sem kemur og metur það sem við erum búin að vera að gera. Á þriðjudaginn var ég í steinhöggi og kláraði loksins það sem ég byrjaði á á haustönninni og fékk nýtt verkefn sem er risa eyra, ekki bara eitthvað eyra heldur eyrað af Davíðsstyttunni eftir Michalelangelo. Mjög spennandi og ábyggileg erfitt. Fór svo að vinna á miðvikudaginn og við kláruðum að hreinsa riddarasætin í the lady chapel. Fimmtudags morgninum eyddi ég í langann fyrirlestur um rotnun/hnignun steina. Eftir hádegi fórum við svo í Bromton cemetery að skoða alskonar tilfelli. Mjög skemmtilegt, svo er líka alltaf svo gaman að skoða í kirkjugörðum. Það var líka fullt af íkornum sem vildu alveg endilega tala við okkur. Svo fórum við á kaffihús sem heitir the Trubador og Bob Dylan, Jimi Hendrix og fleiri svona frægir tónlistamenn hafa spilað á. Rosa skemmtilegur staður en ógeðslega dýr, einn tebolli á 2 pund, ég var smá svöng en ég lét bara matinn eigasig og lét teið duga. Fór svo í Holland Park með Dot á eftir og rifjaði upp gömlu popup dagana okkar Sigrúnar þar ;) Eðlisfræðin byrjaði svo á föstudeginum og gekk alveg mjög vel. Skemmtilegur kennari, hún heitir Marina og er rússnesk og talar með skemmtilegum rússneskum hreim og finnst eðlsifræðin svo skemmtileg að hún talar skemmtilega um hana og maður sér allt fyrir sér sem hún er að tala um. Þetta er reyndar bara svoldið mikið basics en það er bara gott að rifja þetta vel upp.
Var heima í gær að lesa fyrir ritgerðina sem ég á að skila 9. maí, ætla að reyna að klára hana áður en Svana kemur á þriðjudaginn, ef ég næ því ekki þá ætla ég að reyna það á miðvikudaginn, þá er ég í fríi. Fór svo í smá sólarglaðning hjá Brant. Það endaði reyndar bara í að teikna og og að pæla í stofni orða í mismunandi tungumálum, hvernig fólk lærir að skrifa í mismunandi löndum og fatasmekk þjóðverja. Svo horfðum við líka á Indiana Jones, the raders of the lost ark sem er alltaf jafn skemmtileg. Það var reyndar ógeðslega kalt í gærkvöldi, það voru allir bara í útifötunum inni.
Já Svana kemur og verður hjá mér í eina nótt á þriðjudaginn, hún er á leiðinni til Kína að hitta hann Nonna sinn og ætlar að stoppa við hjá mér í leiðinni. Hlakka mikið til að fá hana í heimsókn. Tinna og co. koma svo til London á föstudaginn svo það verður stuð á minni þá. Verð reyndar að skipuleggja helgina vel því á laugardeginum er kveðjupartýið hans Brants. Þannig að ég verð að fara í partýjið og svo að fara og hitta Tinnu og þau niðrí bæ eftir það. Vonandi gengur það allt upp.
Er svo að fara í private wiew á nemendasýningu í Camberwell Collige of Arts á miðvikudaginn í þarnæstu viku, þar sem Patricia meðleigjandi Clem er með sýningu. Hlakka mikið til, frítt áfengi og allt.
Svo er ég kannski að fara í grillveislu í kvöld þannig það er mikið að gera hjá mér þessa dagana.
Bið að heilsa ykkur öllum
Kiss kiss

Sóla

|

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Páskafrí og Social Butterfly

hæ hó já ég er komin í páskafrí. Ég er búin að hafa það alveg ágætt í þessari viku og ekki veitti af fríinu því ég er búin að hafa svo mikið að gera í að mæta á tónleika og leikhús og átti líka að vera í tveimur partýjum sem ég varð að sleppa vegna anna. Vinur minn hló að mér og sagði að ég væri Social Butterfly, mér fannst það bara mjög góð lýsing á síðustu vikum hjá mér.
En í páskafrínu ætla ég aðeins að læra og svo á eftir breytist ég í hundamömmu í nokkra daga fyrir Payson sem er með mér í skólanum. Hann er að fara til Króatíu með kærustunni og þau vantar einhvern til að passa hundana sína á meðan. Þeir fara samt annað áður en Sigrún kemur í heimsókn til okkar. Ég geri sko allt fyrir systir mína. Já Sigrún kemur á laugardaginn og við Freyja hlökkum mikið til að sjá hana. Við ætlum að finna eitthvað mjög skemmtilegt að gera með henni.
Þegar Sigrún fer þá fer ég í páskamat út á land heimtil mömmu hennar Clem sem er með mér í skólanum. Payson og Cyltcia koma líka svo það verður rosa gaman.
Svo fer síðasta vikan í að vinna í Westminster Abbey. Þar verð ég uppí stillönsum að þurrka af hjálmum í Lady Chapel sem Henry VII lét byggja. Þið sjáið hjálmana til hliðanna á fyrstu myndinni á linknum, hlakka til að vinna þar líka.

Jæja bið að heilsa ykkur öllum
chao
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?