<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 30, 2006

Your Scholastic Strength Is Innovating
You are the master of new ideas, techniques, and ways of looking at things.You are talented at structuring thoughts, decision making, clarifying, and making deadlines.
You should major in:
MarketingPsychologyDesginCognitive Science EconomicsPhotography
What Should You Major In?

|

þriðjudagur, janúar 17, 2006

British Museum og You are what you eat...

Góðan daginn allirsaman. En hefur verið tíðindamikið hjá mér þó það sé stutt síðan ég bloggaði síðast. Svo virðist að ég sé ekki fara í ferðalag með krökkunum í skólanum í Reading Week í febrúar. Ég verð í sjálfboðavinnu í British Museum að hjálpa til við að breyta í afrísku og asískudeildunum þar. Auðvitað ætla ég að reyna að töfra alla upp úr skónum með hæfni minni, heiðarleika og samviskusemi;) Það má allavegana reyna að fá fólk á staðnum til að líka vel við mig og auka möguleika á vinnu seinna.

Meira merkilegt sem hefur gerst í skólanum þá hefur okkur Clem boðist að vinna fyrir sjónvarpsþáttinn You are what you eat. Við eigum að gera legstein sem er löðrandi í súkkulaði. Mjög fyndið en ég gæti fengið soldinn pening fyrir þetta.

Í dag byrjaði ég að gera fresku og að undirbúa modeling verkefni í lime lika. Rosalega spennandi. Ég ætla náttúrulega að vera soldið óhefðbundin og gera "íslenska" fresku. Fengum nýjan kennara í dag sem heitir Ned. Við vorum eitthvað að tala um hann í gær og þá sagði Gary að á hverju ári yrðu allar stelpurnar skotnar í honum. Þannig við Clem urðum rosa spenntar að sjá hann. Svo var hann bara ósköp venjulegur strákur sem by the way byrjaði á að spurja mig um Karenu eins og allir þarna gera þegar ég er búin að segja nafnið mitt, þá spurja allir hvaðan ég sér og strax og ég hef svarað því kemur spurningin:"þekkirðu Karenu" þetta er sko alveg öruggt ferli.

Jæja nóg að gera og fullt af spennandi hlutum framundan.
chao Sóla

|

sunnudagur, janúar 15, 2006



Hæ er að prófa þetta er herbergið mitt í London

|
Komin til London aftur og hef það gott...

Hæ gæs
Nú er ég búin í jóla- og blogg fríinu. Hafði það bara nokkuð gott á Íslandi en alveg nóg að gera. Var auðvitað að vinna og svo vildi ég náttúrulega hitta sem flesta. Djammaði minna heildur en ég hélt að ég myndi gera en djammið var samt gott. Það er samt soldið gott að vera komin aftur til London þó það sé alltaf gott að vera á Íslandi.
Það er búið að vera mikið að gera hjá mér eftir að ég kom aftur hingað. Ég er byrjuð aftur í skólanum. Þar var ekki verið að tvínóna við hlutina heldur var okkur hent út í djúpulaugina. Fyrsta daginn var wood carving og það var svo mikil vinna að mér var illt í höndunum í þrjá daga harðsperrur og næstum blöðrur. Svo voru fyrirlestrar til átta daginn eftir og en meiri fyrirlestrar daginn þar á eftir. Svo stanslaus staða í tvo daga í teikningu. Úff í fyrsta skipti eftir að við Freyja fluttum til London hef ég farið heila viku að sofa á undan henni. Svo hefur verið nóg að gera utan skólans. Á fimmtudaginn ættleiddum við Freyja mýsnar hennar Clem. Hún hefur ekki pláss fyrir þær lengur svo við ákváðum að taka þær. Freyja er samt duglegri að leika við þá en ég. Þeir heita Simon og Wayne eftir dyravörðunum í vinnunni hennar Clem. Þeir eru rosa sætir. Clem og vinkona hennar Amy, sem á mýsnar líka, kom með þá og borðuðu með okkur og Ali kom lika. Ég eldaði rækjur sem voru alveg meiriháttar góðar. Svo var auðvitað farið á pöbbinn strax eftir skóla og svo kom María í heimsókn á föstudaginn og ég eldaði svínakjöt og svo spiluðum við Popppunkt. Rosalega notalegt.
Ég fór í langan göngutúr á laugardaginn um Hampstead Heath og í Kenwood house sem er staðsett þar með Clem, Ali, Dan og Greg. Hittumst í Hampstead um tólf og ég kom ekki heim fyrr en klukkan að verða sex. Mikil ganga mikið fíflast og svo ofboðslega gaman að skoða húsið og skoða öll málverkin og húsgögnin í húsinu. Tók vel eftir því að á mörgum römmunum gat maður séð samskeytin á gulllaufnum. Ekkert sérstaklega góð gylling, þó hún sé gömul þá eiga laufin ekki að sjást svona rosalega vel. Óðum leðju í garðinum og vörum ekkert sérlega vel útlítandi þegar við komum inn á ofsalega sætan eldgamlan týpískan enskann pub, þar sem við fengum okkur hressingu áður en við færum heim og leystum saman úr krossgátum. Greg langaði svo mikið í sígarettu að þegar strákurinn á næsta borði sagði að hann gæfi honum sígarettu ef hann dansaði fyrir hann gerði hann sér lítið fyrir og gerði eitthvað heimatilbúið breik atriði og við hin ætluðum aldrei að geta hætt að hlæja. En hann náði sér allavegana í sígarettuna.
Í dag vorum við Freyja ógeðslega duglegar og löbbuðum niðrí Brixton og fórum á markaðinn og keyptum inn fyrir vikuna. Komumst að því að við spöruðum heil 10 pund, sem er um 1000 kall, á því að gera þetta í staðin fyrir að fara í súpermarkaðinn. Komum svo heim og tókum allt í gegn og skúruðum svo með nýju "íslensku" skúringagræjunum okkar. Ekkert smá duglegar.

Í skólanum eru allir svo samheldnir að það á að halda áfram að gera svona margt saman. Það verður partý um næstu helgi. Það var svo gaman í gær svo það er verið að tala um að fara oftar í svona göngu. Og svo er verið að tala um að fara saman í ferðalag í reading week. Gaman að sjá hvað verður úr þessu öllu.
Bið að heilsa ykkur öllum
Saknaðarkveðjur
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?