<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 27, 2004

Jæja loksins komst ég inn á síðuna mína eftir langann tíma. ég gat ekki einu sinni lesið hana. þvílíkt bull. En svo bara virkaði hún allt í einu. Ég tók náttlega tækifærið því við Sigrún systir vorum heima á sama tíma að blikka hana til að hjálpa mér aðeins með síðuna mína. Hun er sko besta systir mín í heimi og er alveg rosalega klár á tölvur. miðað við mig allavegana. þið getið þá loksins commentað hjá mér og svo eru komnir inn linkar. Alveg frábært og ég gerði síðustu tvo alveg sjálf. þetta er hreint kraftaverk:) talandi um kraftaverk þá tokst mér að setja upp adsl tengingu í tölvunni í vinnunni alveg sjálf og opna heimasíðu svæði og breyta póstfanginu og allt. ég hefði aldrei trúað því að ég gæti þetta.

Já síðast talaði ég um að ég hefði lært að fljúga en ég er í stöðugum framförum, því í gær tók ég í hurðarhúninn niðrí Völundi(leikhúsi LH) og opnaði en í öllu rokinu sem var úti fauk ´hurðin út og ég með. ég held ég hafi náð að fljúga tvo metra. Alveg einstök tilfinning....

bið að heilsa í bili
Sóla

|

sunnudagur, mars 14, 2004

Núna er laaannnggt síðan síðast
vá það er rétt það sem stendur efst á síðunni að ég sé vinnualki. Síðasti mánuður hefur bara farið í að vinna, vinna og vinna í öllum þrem vinnunum, vinna hverja einustu helgi og alveg frá átta á morgnan til sjö á kvöldin. Svo má ekki gleyma að ég er líka búin að djamma næstum hverja helgi líka. Svo það hefur verið lítið blogg núna.

Lærði að fljúga um daginn fyrir utan verkstæðið hjá Stoðverk. Það er svo mikið af drasli þarna útum allt því það er verið að byggja við iðnaðarhúsnæðið. Svo var ég með einhvern æðubunugang eins og vanalega og allt í einu var ég bara ekki á jörðinni og allt í einu var ég bara öll á jörðinni ekki bara fæturnir. Ég var náttúrulega eins og alltaf eldsnögg á fætur og fljót að líta í kringum mig. En ég held að enginn hafi séð mig. Svo haltraði ég inn á verkstæði. Skemmti mér núna við að skoða litabreytingarnar á hnjánum á mér. þetta eru ógeðslega flottir litir. ég var jafnvel að hugsa um að nota þá eitthvað í mynd eða eitthvað svoleiðis.

Í kvold er ég að fara að syngja í síðasta skipti með kórnum. það eru tónleikar upp í kirkju klukkan átta og svo er ég hætt. það er ágætt því ég er orðin eitthvað leið á þessu. en er hinsvegar að byrja að æfa stykki með leikfélaginu. Nakinn maður og annar í kjólfötum eftir Dario fo. Ótrúlega skemmtilegt. á stundum bágt með að halda niðrí mér hlátrinum þegar við erum að leiklesa. erum ekki komin lengra en það. By the way þá leik ég gleðikonu þarna, gott að losna frá frekju hlutverkunum einusinni...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?