<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 19, 2005

íbúðar kaup eða sala

jæja gott fólk góðan og blessaðan daginn. er í svolítið skringilegri aðstöðu akkúrat núna. Það er fasteignasölumaður í íbúðinni minni það er sko opið hús hjá mér. það á sko að selja íbúðina sem ég er að legja og öllum er boðið sem hafa áhuga að koma að skoða hana frá fjögur til fimm. Frekar fyndið, hann er ekki að segja neitt og það eru bara tveir bunir að koma svo þetta er frekar fyndið. Ég er bara hérna búin að reyna að tala eitthvað við hann og bjóða honum kaffi sem varð svo lafþunnt afþví ég kann ekki að laga kaffi þegar ég er ekki með kaffiskeið, sem ég á ekki by the way. er semsagt búin að gefast upp á að reyna að tala við hann. nú sit ég semsagt í tölvunni að blogga og hann er að skoða íbúðina og enginn er að skoða nema hann...

tah tah...
Sóla

|

sunnudagur, mars 06, 2005

London here I come...

Helló hello hello er komin frá london. Kom reyndar á þriðjudaginn síðasta en það var geðveikt stuð. Fór sem sagt loksins í ferðina sem við í skemmtinefnd félags íslenskra snyrtifræðinga höfum verið að skipuleggja í langann tíma. Komum út á laugardaginn uppúr hádegi en lenntum náttúrulega í veseni á flugvellinum með að koma öllum þangað sem þeir vildu fara og redda ýmsum málum. Skemmtinefndin sem sagt ekki komin upp á hótel fyrr en rúmlega þrjú. Allt of langur tími. Fórum svo að eins í mallið en eg keypti ekkert í þeirri ferð. Fórum svo með allan hópinn út að borða á grískum veitingastað rétt hjá Oxford street þar sem við fengum fullt af grískum mat sem við vissum ekki einusinni hvað væri, lærðum að dansa zorba og magadans. Þetta var brjálað stuð og mikið dansað. Þaðan var haldið á hið árlega íslendinga þorrablót í London þar sem hljómsveitin Buff var að spila. og áfram hélt fjörið.
Næsta dag fórum við á sýninguna sem við ætluðum að skoða þarna í london. Gáfumst upp á henni um tvö leitið þar sem það var svo mikið af fólki að maður komst ekki að básunum til að skoða og svoleiðis. Fórum þá bara aftur í Canary Warf í mallið og versluðum eitthvað smá. Um kvöldið var svo farið í siglingu á Thames ánni. Snittur og kampavín í boði og diskó. Rosalega flott að sjá allar þessar merkilegu byggingar, big ben, tower bridge og allt þetta upplýst frá ánni. Rosalega gaman. Þaðan var haldið á hótelbarinn sem endaði síðan í partýi hjá Lísu og Díönu.
Mánudagurinn varð svo aðeins öðruvísi hjá mér heldur en hann var planaður. Byrjaði á því að fara með Helgu Jónu í sundlaugina og heitapottinn sem var kaldur. Labbaði svo með henni út á sýningar svæði til að komast í hraðbankann og fá mér eitthvað að borða, hún fór og hitti hinar stelpurnar og fór að skoða sýninguna. Ég átti hinsvegar pantað skólaviðtal í City & Guilds of London Art School klukkan 2. Það var svo mikið af fólki að bíða eftir hraðbankanum að ég varð að fara úr röðinni því klukkan var orðin svo margt. Þurft að nota kortið til að kaupa mér að borða og þurfti þá að finna mér eitthvað sem myndi kosta í minnsta lagi 5 pund svo ég gæti notað kortið. Svo þurfti ég að kaupa mér miða í neðanjarðarlestina til að komast í skólann líka með kortinu. Hljóp svo á hótelið og borðaði og fann til verkin mín og lagði svo af stað. Var orðin frekar stressuð á þessum tímapunkti því klukkan var alveg að verða 1 og ég hoppaði bara upp í næstu lest. Fattaði svo þegar lestin snéri við á stöð númer tvö að ég var í vitlausri lest en sem betur fer gat ég farið út á næstu stöð og tekið réttu lestina. Sú lest var reyndar eitthvað biluð svo ég tafðist aðeins þar. Svo þurfti ég að skipta tvisvar um lest og í seinn skiptið var seinkun og ég þurfti að bíða í korter eftir lestinni. Sem betur fer var ég búin að áætla rúman tíma í þessa ferð en ég mætti á réttum tíma í viðtalið og var samt frekar stressuð orðin þegar ég mætti á staðinn. Viðtalið gekk mjög vel og ég fékka að skoða skólann allan og tala við nokkra kennara og nemendur og skoða hvað þau voru að gera og svoleiðis. Svo í endann á viðtalinu tilkynnti konan sem tók það( head of the Conservation department) að hún vildi endilega fá mig inn í skólan og ég fengi sent bréf í næstu viku um það og þá þyrfti ég að svara og staðfesta með því að borga staðfestinga gjald. Ég er semsagt að fara að FLYTJA TIL LONDON í haust.
Á leiðinni heim vissi ég ekki hvernig ég átti að vera og hringdi bara í mömmu til íslands til að segja henni fréttirnar. Þegar ég var búin að segja henni það var ég alveg eins og fáviti í lestinni því mig langaði svo að öskra eða eitthvað svoleiðis, gerði það nú ekki samt. Hitti svo stelpurnar á sýiningunni og skoðaði hana í hálftíma en ég man eginlega ekki hvað ég var að skoða því ég var bara í lausu lofti að reyna að átta mig á þessari breytingu á stefnu lífs míns og ég átti líka á erfileikum með að trúa þessu.
Um kvöldið fór Lísa og Díana í Soho að borða og djamma en við Helga urðum bara eftir á hótelinu, borðuðum á veitingastaðnum þar, keyptum okkur nammi og gos og horfðum á imbann og prófuðum öll fótakremin og augnskuggana sem við vorum búnar að kaupa, pökkuðum flestu og höfðum það næs.
Á þriðjudaginn skiptum við aftru liði og Lísa og Díana fóru á Oxford street að versla meðan við Helga fórum á sýninguna í síðasta skipitið. Svo hittum við stelpurnar niðrí bæ og versluðum soldið.
Fórum á hótelið þar sem okkar beið rúta til að fara með okkur á flugvöllinn.

Svona var London ferðin mín rosalega skemmtileg og líka óvænt. Nú verð ég bara að fara og finna mér peninga til að geta borgað skólagjöldin sem eru 8-900.000.- eftir því hvernig pundið er á ári.

kveðja London farinn Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?