<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 18, 2004

Hárið
 
Jæja þá hef ég ekkert bloggað í heila viku.
Lall kom í vinnu á þriðjudaginn og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var glöð að sjá hana aftur eftir sumarfríið.  Það var bara frábært. 
 
Á föstudaginn fór ég með vinnufélögunum í bænum út að borða á carpe diem.  Það var frábær matur fékk mér grísalund fyllta með kryddosti og villisveppum bara geðveikt gott og svo fengum við súkkulaðiköku á eftir með ís og rifshlaupi held ég.  Þetta var alveg sjúklega gott og við hlógum eins og vitleysingar yfir blaðrinu í okkur.
Þaðan skelltum við okkur að sjá Hárið sem var líka frábært svolítið grófara fannst mér heldur en fyrir tíu árum en mjög gott stykki og rosalega fyndnir brandarar þó mér hafi stundum fundist ég og Baddy vera einu sem skildu þá.  Þið vitið svona kúk og piss brandarar.  Þetta er leikrit sem maður má ekki missa af.
 
í gær fór ég svo í bæinn með Sigrúnu systir Við fórum í ikea og kringluna og endupum svo á laugaveginum og auðvitað keypti ég mér 1 bol í dogma og svo keypti ég myndaalbúm og horn því það er kominn tími á að setja upp interrail ferðina  áður en maður gleymir öllu.  þetta verður eitt að spennandi verkefnum mínum í sumarfríinu mínu. ´En í gær var alveg frábært veður og mér ´sýnist að það verði það líka í dag.  Svo komu afi og amma ur hafnó að heimsækja okkur og við grilluðum ógeðslega góðann mat.  Sirrý, Svenni, Hjalti, Helga, Bjarney og Lilja Rún komu líka í mat.  Svo sátum við fram eftir kvöldi að rifja upp gamlar minningar sem var mjög fyndið.  Góð kvöldstund í faðmi fjöldkyldunnar.
 
í dag er ég svo að fara loksins að fljúga með Bobby og stelpunum. 
Sóla

|

sunnudagur, júlí 11, 2004

Allt að gerast

díses maður hvað í andskotanum var ég að hugsa. 'Eg fór semsagt á djammið í gær og það var bara leiðinlegt. Allavegan eftir að við komum niðrí bæ. Fór fyrst með Baddý í partý uppí grafarvog hjá einhverjum vinkonum hennar síðan í fb. Það var rosa fínt og það fyndnasta var að ég hitti þar stelpu sem er fyrrverandi kærastan hans Benna sem ég og Rakel fórum með til Porúgals. Við gátum auðvitað spjallað helling saman um Samma og Benna og allt brasið þeirra...
Jæja svo fórum við niðrí bæ frekar snemma og þá var ekki eins skemmtilegt við fórum bara inn á tvo staði, felix og glaumbar og vorum bara þar í stutta stund, prófuðum röðina á vegamótum og gáfumst upp. Endaði bara með því að ég fór í fýlu og fór heim til Baddýjar og skildi hana eftir níðrí bæ. og þá var klukkan rétt rúmlega tvö. Bobby var vakandi þegar ég kom heim og hann var svo góður að hann talaði úr mér fýluna og gaf mér hrísbita og fanta þegar ég var búin að rífast við stelpuna á Hróa Hetti um það hvort ég gæti og hefði pantað pítsu hjá þeim á nóttunni áður. Hún sagði að það hefði aldrei verði opið á hringbrautinni á nóttunni svo ég gæti ekki fengið senda pítsu því ég væri stödd í vesturbænum. þvílika ruglið maður. hvaðan höfum við þá fengið pítsurnar hingað til. Garðabæ eða eitthvað...

Jæja er trúlega að fara í útsýnisflug á eftir með Bobbý,Baddý og Heiðdísi það verður alveg frábært. Já ekki nóg að manni sé boðið í flugferð þá er búið að bjóða mér í Leikhús á föstudaginn næsta að sjá Hárið. ég hlakka mikið til.

Baddý er að reyna að skola af sér þynnkuna svo ætlum við að fá okkur eldsmiðju pitsu
kveðja Sóla

|

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Vá djöfull var ég fegin núna. um daginn var ég að blogga og var búin að skrifa helling og publishaði og fór svo bara úr tölvunni. En svo kom aldrei neitt blogg. ég var bara svo heppin að það var inni á bloggernum mínum svo ég gat publishað það núna. Það er nebblega svo leiðinlegt þegar maður er búinn að skrifa og skrifa og svo skemmist það bara.

placebo

Fór á placebo í gær og það var meiriháttar. Maður féll bara í trans og gleymdi að klappa og fagna eftir lögin, ég var hreinlega eftir mig í gærkvöldi. Reyndar aðeins öðruvísi en á Metalica tónleikunum en vá þetta var æði.

|

sunnudagur, júlí 04, 2004

Framtíðin frekar móðulaus

Jæja ég er að verða búin að koma upp áætlun fyrir næsta vetur. Ég er trúlega að flytja í bæinn með Rakel vinkonu. Reyndar getur hún ekki byrjað að leigja fyrr en í október eða eitthvað svoleiðis því skólinn hennar kostar svo mikið. Ég er að hugsa um að taka tilboðinu hennar binnu um að vinna meira hjá henni og taka svo meistaranámið í kvöldskóla með vinnunni. Þá er nebblega betra að búa í reykjavík. Svo sæki ég bara um annan eða aðra skóla sem kenna forvörslu næsta haust. Mér finnst þetta ágætt plan og ef allt fer eftir henni þá verður bara skemmtilegt hjá mér í vetur þó ég verði í skólanum á hverjum laugardagsmorgni. Hlakka mikið til að fá meistarabréf líka.

Fór í bæinn í gær að versla föt. Ó mæ god ég hélt að ég væri ekki lengur með svona gott úthald ég meina við vorum þarna í þrjá eða fjóra klukkutíma. Ég sigrún og mamma fórum og sigrún ætlaði sko að eyða peningunum sem hún fékk í útskriftargjöf en hún eyddi bara fimmara en ég eyddi sko helling og mamma líka. ég keypti tvær peysur, tvo boli, náttföt, gloss og ofnæmislyf og einn langermabol. Svo fór ég í hraðbankann áðan og fékk sjokk þegar ég sá hvað ég var búin að eyða miklum peningum um helgina.

Svo í gærkvöldi fór ég til Rakelar og Ninnu að búa til kerti. það var ótrúlega gaman og við ætlum að gera það fljótlega aftur. Er rosa spennt að koma til þeirra og sjá útkomuna alveg tilbúna:)
Þegar rakel fór að sofa fór ég og ætlaði að sækja sigrúnu niðrá Snúllabar því hún var búin að hringja ímig og biðja mig um að bjarga henni frá hundakonunni og einsa braga. ílengdist þar til lokunar og átti ágæta stund þar fyrir utan skrítnu konuna sem lét okkur ekki í friði því við vorum svo frábærar systur. Sem betur fer voru Guðrún, Anna Stína og Eva Rós þarna og ég gat látist þurfa alveg ótrulega mikið að tala við þær um "hálendið" og systkini. Wery interesting conversation...

Jæja nenni ekki að skrifa meira er orðin svo spennt því ég er að fara á metalica á eftir. Get því miður ekki séð úrslitaleikinn á EM en ég er búin að biðja Stebba og Jónu um að styðja portúgal fyrir mig´.

Sóla rokkari

|

fimmtudagur, júlí 01, 2004

sætar táslur og friends moment dauðans

Já hið ótrúlega gerðist á mánudaginn síðasta ég pósaði með tánum og það kom bara þokkalega út í fréttablaðinu á þriðjudaginn,bls 18, þessu hefði ég nú aldrei trúað því ég hef hingað til talið fæturna á mér frekar bæklaða. Einusinni er nú allt fyrst.

Á miðvikudaginn fór ég svo í flutninga leiðangur á fyrirtækisbílnum hjá Stoðverk. Þ.e. við Sigrún systir fengum hann lánaðann til að flytja svefnsófann minn í bæinn til Gunnu og Freyju. Ég var náttlega bílstjórinn því ég er svo klár að keyra groddabíla. Svo fórum við með sófann ´til stelpnanna og áttum alveg indislegt friends moment með sófanum á leiðinni upp stigann upp á þriðju hæð í hlíðunum. Frekar þröngur stigagangur, frekar langur sófi, mjög þungur sófi og fjórar stelpur að halda á honum upp í hláturskasti. Minnir þetta á eitthvað hmm...
Mér finnst við samt óge klárar að gera þetta bara sjálfar eins og ekkert sé.

Var að tala við vinkonur um daginn um strákamál. Komumst mjög flótlega að þeirri niðurstöðu að það er eitthvað ekki alveg í lagi í íslensku þjóðfélagi. Því næstum allir strákar svona 25 og uppúr sem eru single eru eitthvað hræðilega taugaveiklaðir þegar stelpa lítur á þá. yfirleitt þegar þeir eru að tala við stelpur fer málið að snúast um það að síðasta samband hafi verið erfitt og þeir ætli að passa sig á næstunni. Come on annað hvort erus íslenskar stelpur svona hræðileg sköss að enginn strákur þorir fyrir sitt litla líf að festa sig og þeir sem eru á föstu eru bara njörvaðir niður eða íslensku strákarnir eru skræfur upp til hópa. þetta er niðurstaða okkar og okkur finnst hún ekki góð. Strákar og stelpur í landinu ættu að hugsa sinn gang. Ég meina hvað er erfitt samband????? ég bara spyr.

Sóla sætatásla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?