<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, september 25, 2004

Idolið - önnur tilraun - Austurbær

Jæja í dag var önnur tilraun mín í idolinu. Þessi dagur var í rauninni mjög skemmtilegur. Við byrjuðum á því að fara á hótel Loftleiðir. Sem mér fannst frekar asnalegt þar sem ég bý næstum við hliðina á Austurbæ. Þar sem veðrið var svo ömurlegt í morgun neyddist ég til að taka taxa uppá Loftleiðir. Þar fengum var okkur sagt hvernig dagurinn í dag yrði og við gátum spurt dómnefndina ýmissa spurninga um keppnina og svoleiðis. Svo var tekin rúta niður í Austurbær þar sem Sólveig þurfti endilega að koma sér í skemmtiatriði á leiðinni. Þ.e. að syngja í karoke ég sjálf með írafár. Það var svosem ágætt að losa sig við sress bara svona strax.
Í dag var okkur skipt niðrí sjömanna hópa og við látin syngja eitt og eitt í hverjum hóp fyrir sig. Svo vorum við látin bíða þangað til röðin kæmi að okkur aftur og þá var okkur sagt hver kæmist áfram úr hverjum hóp fyrir sig.
Ég söng lagið Sister úr Color purple myndinni. Mér fannst mér ganga alveg ágætlega, reyndar svolítið kraftlaus í byrjun en tók svo bara vel um taumana. Ég var búin að syngja uppúr tólf en við fengum ekkert að vita fyrr en um fjögur. Við vorum nokkur þarna sem svona héldum hópinn í gegnum keppnina og sátum saman útí horni og spjölluðum á meðan við biðum. Við vorum reyndar allflest komin á þá skoðun að það væri eginlega bara svolítið notalegt að komast kannski ekki áfram því þá gætum við farið heim að leggja okkur. Annars þyrftum við að halda áfram framm á kvöld.
Allavegana þá þegar við loksins fengum að fara aftur inn í hópunum til að komast að því hvort viðkæmumst áfram, þá gengum við inn á sviðið í beinni línu og stóðum fyrir framan dómnefndina og þau sátu þarna með grimmdarlegan og ógnandi fílusvip og enginn sagðin neitt í svona mínútu til að gera fólk stressað. Þetta virkaði eginlega bara öfugt á mig því mér fannst þetta bara drepfyndið og var að reyna að hlæja ekki. Svo voru lesin upp númer nokkurra keppanda og þeir sem stigu fram þá voru komnir áfram. Ég var því miður ekki ein af þeim. Það skrítna vara samt að það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti farið heim að leggja mig og ég ætti frídag á morgun. Skrítið, þetta var bara ekki meira virði en það, þó það hefði náttúrulega verið gaman að komast áfram. En það var annað gott að það voru fimm Hvergerðingara í þessari lotu og þrjár komust áfram og halda áfram á morgun og nú eru bara 48 einstaklingar eftir í keppninni. Ég er bara rosalega stolt fyrir þeirra hönd. Til hamingju Ylfa, Hildur og Dóra :)
Það sem var líka fyndið var að í þessum hóp var stelpa sem heitir Beta, Hrefna var búin að segja mér frá vinkonu sinni sem hafði líka verið hringt í eins og í mig og ég átti að muna eftir númerinu hennar sem var 2001. Þegar við stelpurnar frá Hveró komum okkur fyrir þarna í horninu þá var það fyrsta sem ég sá nr:2001. Þá var það bara vinkona hennar Hrefnu, og viti menn þá er þetta stelpa sem er líka búin að vera með Stebba bróðir í einhverjum hljómsveitum í gamladaga. mér fanns þetta náttúruleg frekar fyndið.

Jæja ég er nú búin að blaðra ekkert smá í kvöld um þetta blessaða Idol en ég get ekki annað sagt en að þetta var mjög skemmtilegt og ég get ekki beðið eftir að sjá þetta allt í á stöð 2 í nýju íbúðinni minni.

Kveðja Sóla

|

mánudagur, september 20, 2004

nýja íbúðin "mín"

Jæja nú í dag í hádeginu fór ég og Fanney að undirrita leigusamninginn. Svo við verðum löglegir leigjendur á Njálsgötu 100 frá fyrsta október. gaman gaman má ekk vera að því að skrifa meira
Sé ykkur seinna
Sóla

|

miðvikudagur, september 15, 2004

Skólinn byrjaður

Já nú er skólinn byrjaður með tilheyrandi startveseni.
Dagurinn í dag er búin að vera alveg hreint ótrúlegur. Það á að heita að ég sé í fríi en ég er sko jafn þreitt núna og eftir fullan vinnudag alveg þétt bókaðann. Ég er nebblega búin að vera á fullu síðan kl:6:30 í dag. Það byrjaði eiginlega í gær, því þá komst ég að því að ég þyrfti að fara til Hveró til að skrifa undir einhverskjöl útaf bankaábyrgðinni sem ég þarf útaf leigunni. Og ég komst líka að því að ég þyrfti líklega að fá mér nýtt lykilorð á námsstjórann því ég komst bara ekki inn á hann, jafnvel þó tölvuséníið í skólanum segði að það væri alltí lagi með þetta og hann kæmist auðveldlega inn. En það var bara ekki hægt hjá mér.
Já og svo var Sigrún Snorra líka að fara út í nótt. Hún kom heim úr vinnunni um 10 leytið í gærkvöldi og fór beint á húsfund. Þá átti hún eftir að pakka fyrir mánaðar spánarferð. Hún ætlaði bara að fara að sofa en ég fékk hana nú til þess að klara að pakka svo hún ætti það ekki eftir þegar hún vaknaði í nótt. Á meðan var ég að vesenast í videotækinu til að geta tekið upp morgunsjónvarpið í morgun, tækið var eitthvað að stríða okkur. Sigrún stillti klukku kl:4:30 svo hun gæti dundað sér upp á flugvöll og ekkert stress og ég stillti mina á 6:30 svo ég myndi geta reddað mér einhvernvegin ef videoið myndi klikka eitthvað.

Svo vaknaði ég við klukkuna mína í morgun og fyrsta sem ég heyrði var:"ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞETTA HAFI GERST". Þá ´lá Sigrún enþá við hliðina á mér og hún átti að fara í loftið kl:7:45. Ekki skemmtilegt. Semsagt við stukkum frammúr og út með sigrúnu. Hún í föt og út og ég hringdi í bræður hennar sem ætluðu að keyra hana og sagði þeim að hitta hana á vellinum þvi hún hafði ekki tíma til að koma við hjá þeim. Þeir ætla nefninlega að hafa bílinn á meðan hún er úti. Alla vegana þá var ég alveg glað vöknuð og fór bara að taka upp og horfa á nýju ruth reginalds. Skellti mér í sturtu svo og skoðaði póstinn og svoleiðis. Var komin upp í Vörðuskóla til að láta kíkja á tölvuna um 9 leytið og fékk auðvitiað nýtt lykilorð og fór svo heim að tékka á öllu draslinu. Ákvað þá að athuga hvort það væri hægt að redda þráðlausa kortinu sem virkaði ekki í tövunni fyrst ég var á annað borð eitthvað að tölvast. Hringdi þá í tæknival og það var einhver strákur sem hjálpaði mér og á endandum lét hann mig henda forritinu sem var í tölvunni og lét mig setja upp nýtt. Þannig að í fyrsta skipti í þessar tvær og hálfa viku sem ég hef verið með þráðlaust net var það virkilega þráðlaust.
Þá sá ég að klukkan var orðin rúmlega 11 og þa hafði ég um það bil klst. til að fara í griffil að kaupa bækur sem ég frétti að væru til þar, taka strætó á umferðamiðstöðina og til Hveró. Svo ég skellti mér bara í það. nema að það voru ekki allar bækurnar til og ég varð sein og svo ég rétt náði í rútuna.
Í Hveró fór ég í bankann og skrifaði undir og var svo komin í bæinn aftur um 4 því þá þurfti mamma að vera komin í bæinn. Síðan þá hef ég verið að læra.

Það er nú bara svolítið gaman að fara að læra aftur. En ég átti að gera tvö verkefni í Bókfærslu og annað var mjög auðvelt en svo átti ég að fara að gera jöfnunarreikninga og ég veit ekki einusinni hvað það er. Svo nuna er ég stopp en ég reyni að komast eitthvað áfram.

jæja matartíma
kveðja
Sóla

|

fimmtudagur, september 09, 2004

Ég er greinilega bara vinsæl eins og Sigrún systir...

Ég er alveg ótrúlega heppin. Í dag tók ég í hendina á konu sem að næstum grátbað okkur fanney að leigja íbúðina sína. ´Hún lækkaði meira að segja leiguna niður um 10000 kall svo við þurfum ekki að borga krónu meir því allt er innifalið. Svo við Fanney gátum bara ekki annað en sagt já. Þetta er á æðislegum stað í norðurmýrinni og ég þarf ekki að fara neitt langt. Það er allt í nágrenninu.
jæja bæjó
sóla

|

miðvikudagur, september 08, 2004

Er ég að breytast í Sigrúnu systir eða er ég bara vinsæl...

Jæja ég gleymdi að segja ykkur síðast að ég held að ég sé að breytast í Sigrúnu systir. Ég mætti nefnilega í vinnuna í gær og þá beið mín það skemmtilega verkefni að setja saman tvö ný naglaborð. Allt í lagi með það, minni fannst bara gaman að fá smá tilbreytingu í vinnuna ekki málið. Tók mér skrúfjárn í hönd og byrjaði að skrúfa og skrúfa. Þegar ég var búin að skrúfa eina festingu undir borðið fór ég að setja lappirnar saman, en það gekk ekki betur en svo að allt í einu var ég búin að festa litlaputtan á mér við fótinn. Þ.e. klemmdi ég fingurinn á milli tappans neðan á fætinum og fótsins. þetta var fast í svona mínútu og var ekki það besta sem hefur komið fyrir mig, svo kom Steinunn og bara bjargaði mér og losaði mig, því ekki gat ég það sjálf þar sem önnur höndin var föst við fótinn. Allavegana þegar þessu lauk hélt ég bara áfram að skrúfa og skrúfa. Þegar ég var búin að skrúfa tvær og hálfa borðfætur undir borðið tók ég skyndilega eftir því að það vantaði bara skinn inn í lófan á mér. Skrítið þar sem ég er ekki mjög vön að skrúfa svona og skrúfa... duh. Mín skellti bara plástri inn í lófann og kláraði að setja borðið saman. Reyndar tók ég það ekki mál að setja hitt borðið saman svona manual svo ég fór niðrí þjónustumiðstöð og fékk lánað rafmagnsskrúfjárn hjá Sigrúnu Sigurjóns. En svo ég taki það fram þá eru sko 20 skrúfur sem þarf að skrúfa inn í hverja borðplötu til að fá fjórar borðfætur undir borðið.

Við Fanney tókum okkur loksins til og fórum að leyta að íbúðum í dag. Við byrjuðum á að skoða penthouse íbúð á austurstrætinu. Hún var rosalega flott en svolítið dýr og eiginlega bara allt of flott fyrir okkur og líka allt of stór fyrir okkur. En okkur langaði bara svo að skoða það kostar nú ekki neitt. Jæja svo fór Fanney í vinnuna en ég fór og skoðaði tvær íbúðir í við bót sem mér líst rosalega vel á. Báðar tvær. Önnur er á Holtsgötunni og er alveg ótrúlega flott. Hún er að hlutatil með húsgögnum og með þvottavérl, ísskáp og eldavél. Og upprunalegri eldhúsinnréttingu alveg rosalega flottri svons sixties og með sixties eldhúsborði og stólum bara geðveikt. Hún var á góðu verði og við þurfum bara að borga rafmagnið fyrir íbúðina. Svo var hin íbúðin á Njálsgötunni hún er líka æðislega flott og reyndar með öllum húsgögnum og með eldhúsáhöldum og allt. bara æðisleg. 85 fm2. Svo vill þannig til að þetta er fasta kúnni af hælinu sem er að fara að leigja hana og hún vill taka okkur Fanneyju fram fyrir alla hina sem er náttúrulega frábært en mér finnst hún svolítið dýr. það munar alveg 20000 krónum á mánuði. Ég veit allavegana það að ef ég fæ símtal á morgun um að ég hafi fengið íbúðina á holtsgötu þá tek ég hana. annars veit ég ekki hvað ég geri. Þetta gæti orðið svolítið erfitt.

Ég byrja loksins í skólanum á morgun. En það er eitt fag sem ég fékk ekki inn í fjarnámið svo ég verð að taka það í kvöldskólanum og það er á morgun og er reyndar byrjað en það verður bara að hafa það. Ég get fengið glósur hjá Ernu Maríu.

Já ef þið farið á stod2.is þá getiði séð myndir af okkur svönu.

chao
Sóla

|

þriðjudagur, september 07, 2004

Ótrúlegt en satt

Þið getið aldrei hvað gerðist í dag. Mín er bara að vinna tralala og svo hringir vinnusímin og mín svarar bara og það er einhver Kristín eða einhver frá stöð 2. Konan skelli því bara á mig að ég hafi verið eitthvað maybe hjá dómnefndinni í idolinu og ég sé komin áfram í Austurbæ. Ég hélt hún væri bara að djóka en svo er víst ekki. ég er semsagt að fara að syngja í Austurbæ 25 sept.
nú verður maður trúlega að taka þetta aðeins alvarlegar.
góða nótt
Sóla

|

mánudagur, september 06, 2004

hello hello hello
jæja nú þegar ég er flutt í bæinn varð ég náttúrulega að halda uppá það á laugardaginn. Það var frábært og Tinna og Rakel komu í heimsókn og við djúsuðum og fórum niðrí bæ að djamma. ég var reyndar frékar þreitt og var komin heim um 4.
Var svo sjúklega þunn á sunnu daginn gat hreinlega ekki hreift á mér rasssin vegna ógleði og heimsótti vin minn "vonandi" gustavsberg nokkuð oft á sunnudeginum á milli þess sem ég lá fyrir framan imbann og horfði á nokkrar bíómyndir.

Mér var borðið í mat heima hjá Guðrúnu frænku og borðað alveg rosalega góðan fisk sem var víst keyptur tilbúinn á grillpinna og marineraður. Ingibjörg grillaði þetta síðan og vá þetta var alveg ótrúlega gott. ég fattaði reyndar ekki að spurja hana hvar hún hafði keypt þetta en ég spyr hana einn daginn.

ætlaði að vera dugleg og taka til í kvöld en ég sé til
chao sóla

|

miðvikudagur, september 01, 2004

fyrsti dagurinn eftir sumarfrí

mjög skrítið. Í dag var ég formlega búin með sumarfríið mitt. Mætti semsagt í vinnuna í morgun eftir að hafa sofið eina nótt heima hjá Sigrúnu Snorra þar sem ég verð í mánuð ca. Flutti semsagt í gær og eyddi deginum í rauninni í að reyna að fá mér þráðlaust adsl þar sem ég er með þráðlaust netkort í tölvunni(að ég hélt.). Fór með Sigrúnu í símann í ármúla og ætluðum að kaupa búnað en eftir ca. hálftíma bið var okkur tilkynnt frekar fýlulega að þráðlausi búnaðurinn væri búinn en hann kæmi aftur á milli kl: 2 og 3. ég fór sem sagt heim aftur og fór svo aftur uppí síma og biðum þá í næstum klst. og fengum þá búnaðinn. Þegar ég fór að setja hann upp komst ég að því að það var ekki hægt að ná sambandi milli þráðlausa netkortsins og roudersins. Jón bróðir hennar Sigrúnar kom og hjálpaði mér og komst að þ´vi að það er ekkert þráðlaust netkort í tölvunni eins og við héldum þegar við keyptum tölvurnar okkar. heldur bara eitthvað innfrarauttkerfi sem virkar ekki shitt. En sem beturfer fylgdi internet snúra búnaðinum svo ég get tengt hann við tölvuna mína og þar af leiðandi get ég farið á netið og líka bloggað.

Á milli ferða í símann kom ég við á Aktu taktu og keypti mér pulsu, og hver haldiði að hafi afgreitt mig? Barasta hún Eva Dögg sem var með Sigrúnu systir í bekk, btw þá biður hún að heilsa þér Sigrún. Hún var svo hissa og spennti yfir að hitta mig að hún gleymdi næstum að afgreiða mig hehehe...
en allavegana þá hitt ég hana síðast á djamminu fyrir ca. þremur árum og lét hana og kærastann hennar redda mér fram fyrir raðir og frítt inn á staði. flottur skemmtana máti. það var barasta fint að sjá svona "gamalt" andlit aftur.

ætli maður fari ekki bara að hátta núna svo maður vaknað i fyrramálið til að vinna, brálað að gera í vinnunni.

sjáumst Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?