<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 26, 2004

Ég hringi ekki og afla mér upplýsinga eða leita að þeim, ég bið eftir að upplýsingarnar komi til mín. Nei ég segi svona það kom kona til mín á stofuna í dag og það vildi bara svo til að hún er að vinna í norðurlandadeild hjá LÍN svo ég gat bara spurt hana hvenær og hvernig ég geti sótt um námslán fyrir skólann ef ég kemst inn.

Langaði rosa mikið að gera eitthvað rosalega skemmtilegt í kvöld en langaði fyrst að skoða póstinn minn og svoleiðis en Sigrún var svo lengi á netinu að ég nenni ekki að gera neitt úr þessu.

Sóla

|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Rétt í þessu var bankað á hurðina hjá mér og það voru tvær litlar stelpur að safna á tombólu. ég gaf þeim eitthvað gamalt dót. Það mynnti mig bara á gamla daga þegar maður þræddi hverfin hérna í bænum og safnaði á tombólu. Svo var maður með auglýsingar útí búð og vegavísa umallan bæ svo það kæmi nú örugglega einhver og keypti miða. Maður sér aldrei svona skipulagðar tombólur lengur.

Allavegana þá var helgin bara fín. Fór á fjölskyldu þorrablót og sjötugsafmælið hans afa í hafnó á föstudaginn. Þar var svaka stuð og hörku spennandi trivial spil. Palli var reyndar kominn með of ólöglegt áfengismagn í blóðið til að geta svarað mörgum spurningum rétt. Hjörtur hinsvegar vissi allt enda forfalli trivial fíkill. Samt til að byrja með vissi hann bara spurningarnar hjá hinum. ekki þær sem hann fékk. Samt unnu hann og Hjalti fyrir rest.

Fór að vinna á Laugardaginn og Elísabet frænka kom til mín og sagði mér fréttir sem ég hafði bara ekki hugmynd um áður. Hildur þeirr Egga og Systu bara ólétt og kærastan hans Karvels mágs hennar Elísabetar. Vá þetta var svolítið flókið en samt sem áður fyndið og skemmtilegt. Óska þeim alls hins besta. Svo fórum við Sigrún heim og skildum pabba og mömmu eftir. ég náði samt að fara í skífuna og kaupa mér tvo geisladiska á útsölu, einu útsölukaupin í janúar....
Keypti mér Muse Absolution og svo White Stripes frábærir diskar.
Við pönntuðum okkur gamaldags pizzu með papriku með Rakel, svo vorum við að reyna að horfa á finding Nemo og fleiri myndir sem Svanur var búin að skrifa en það virkaði bara ekki neitt nema Simpsons þættirnir, enda er maður búinn að liggja yfir þeim. Maður verður sko aldrei leiður á Simpsons. Skutluðumst svo til Andra að spila og hanga í tölvunni. Bara notalegt.

Það verður trúlega ekki mjög mikið djamm á mér á næstunni þar sem ég á næstum ekkert helgarfrí fyrr en í mars. Við sjáum samt til hvernig það fer...

|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Ég er loksins búin að fá umsóknareyðublað í skólann sem mig langar svo í. ég er búin að bíða síðan um áramót og loksins rættist óskin á sunnudaginn. Nú þarf ég bara að fara og redda gögnum eins og einkunnum á ensku, umsagnir litblindupróf vottað af augnlækni, taka myndir af öllu sem ég hef gert(málverk handavinna og svoleiðis stöff) og eitthvað svoleiðis. Er reyndar búin að panta þetta úr bæði fb og fsu en fæ það ekki strax.

Við fórum allar til Bergdísar eftir vinnu í gær, hún bauð okkur í mat og langaði lika svo að sýna okkur nýju snyrtistofuna sína. Það var ógeðslega næs að fara til hennar við fengum ofsalega góðan mat og auðvitað bara hollan mat. Svo sátum við og spjölluðum fram á kvöld og horfðum á myndbandið úr brúðkaupinu hennar Binnu. Mér leið svo vel þarna að ég var alveg að sofna og varð að drekka heilan kaffibolla til að geta keyrt heim. svo ég myndi ekki sofna. OOOJjjj kaffið var ógeðslegt eins og vanalega og ég varð alveg hyper en komst allavegana heim.
mikil vinna í dag og gott kvold heima í kvöld


Sólveig

|

föstudagur, janúar 16, 2004

hæa folks
ég var að koma heim frá stelpunum að horfa á Idol og barðist heim í snjónum á bílnum hennar Guðrúnar. fékk hann sko lánaðan því ég skutlaði henni í partý. það er geðveikt að keyra svona í snjónum. ég sé það að ég verð að fá mér jeppa einhverntíma. Bíllinn er reyndar fastur út við götu en þa' er ekkert mál að losa hann.
Ég er þokkalega sátt við úrslitin í Idolinu en ég er samt ekki alveg viss með hverjum ég hélt. Ætli ég hefði ekki orðið sátt sama hver hefði unnið.
Er núna að rugla í einhverjum vini hennar Ingibjargar á msn á hennar nafni. hann þykist vera rosa kyntröll með stórann böll. ég sagði honum að fara út á svalir að veifa honum aðeins svo ég gæti séð með súperkíkinum mínum, hehehe
Svo sagði ég honum að ég væri í hveragerði eftir sotlastund. hihihi
Maður má ekki vera vondur við annað fólk en stundum getur það verið skemmtilegt. Annars veit ég ekkert hver þessi strákur er.

Góða nótt
Sólveig

|

miðvikudagur, janúar 14, 2004

var bara að testa því tölvan sagði að það væri Error on page. En það virkar greinilega svo ég get skrifað svolítið.
Allavegana þá skrapp ég til danmerkur um helgina með Adda. Þetta var æðislegt bara æðislegt, ég þurfti reyndar að vera með einhver brussulæti eins og vanalega en come one það skiptir engu máli.
Við löbbuðum um alla Köben á fimmtudaginn og skoðuðum fólk, byggingar og skólann sem mig langar svo að fara í. Reyndar var hann lokaður en við börðum á einhverjar hurðir og kíktum á glugga. Leit samt mjög vel út utanfrá. Bara hreint ekki skólalegur. Þar sem við vorum komin þangað þá fórum við bara að kíkja á litlu hafmeyjuna í leiðinni, en hun er þarna rétt hjá, en auðvita völdum við óvart lengstuleiðina hihihihi...
Ætluðum að borða á góðum stað í Kristjaníu en hann var lokaður. bara í jólafríi frá miðjum desember til byrjun febrúar, sumum finnst greinilega gott að slaka á í jólafríinu sínu...
Fórum reyndar um kvoldið að sjá Lord of The Rings í bíó, ótrúlega góð mynd þó það væri ekkert hlé... Bannað að segja meira frá fyrir þá sem hafa ekki séð.
Svo skruppum við til svíþjóðar að heimsækja Stebba og Jónu. Gistum þar eina nótt. Og Soffía litla var svo skotin í Adda að það voru vandræði við matarborðið því hún var alltaf að sýna sig fyrir honum, endaði með því að það þurfti að mata hana.

Á laugardaginn fórum við með lest til Horsens, reyndar fór ég út í Odense að heimsækja Ástu og hún eldaði alveg ógeðslega góðan kjúkling handa mér. Það var frábært að hitta hana og sjá hvar hún á heima og svoleiðis. Fór svo með lest til Horsens þegar ég var búin að missa af einni og bíða í klukkutíma í viðbót. Mætti beint í partý heima hjá Adda og svo fórum við út á djammið, Rosa stuð.
Eyddum svo sunnudeginum í rólegheitum og ég í smá þynnku og gengum úti í rigningunni og svoleiðis. Mánudagurinn fór svo í ferðalagið heim lengi lengi lengi var ég á leiðinni. Svo var reyndar ´pínu erfitt á lestarstöðinni að segja bless en það er bara svoleiðis.

er svo hundrað prósent komin niður á jörðina var að vinna í 12 tíma í gær og 10 í dag og er að fara á kóræfingu. Ætla að reyna að fara á körfubolta leik á morgun loksins, hef bara ekki farið síðanég bloggaði um það síðast
Chao
Sóla

|
hæhæ

|

sunnudagur, janúar 04, 2004

ég og Rakel erum snillingar við erum búnar að vinna strákana bæði í partý og co. og triviali hahaha
er að eins farin að plana ferðina mína en ég á eftir að tala við ástu

|

föstudagur, janúar 02, 2004

Vá það var gaman á gamlárs
fór á brennu í frosti og roki og flugeldasýningin jafn frábær og venjulega. Skaupið var fúlla en vanalega en ég hló að einum brandara og það var brandarin með meðaltalið og parið á efrihæðinni...
Það var litið skotið en fólkið í húsunum í kring skaut eins og brjálæðingar og við gátum bara fylgst með:)
Sótti svo Rakel á selfoss, fórum svo í partý hjá Andra. Svo lá leiðin á Snúlla þar sem ég þurfti að kenna dyraverðinum á posavélina. Þar var annars brjálað stuð og ég held samt að bjórinn hafi verið eitthvað skrítinn þar því allir sem ég hef hitt sem voru þar voru fárveikir í gær. Þar á meðal ég, samt þurfti ég ekkert að tala við gustafsberg eins og sumir.
svo var partý og bara frábært.
Þessa nótt var líka ákveðið að ég er að fara til danmerkur á fimmtudaginn næsta að skoða skóla og að heimsækja Adda. hlakka mikið til. Var bara að bóka núna rétt áðan. verð í 5 daga:)
látiði endilega heyra í ykkur
kveðja
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?