<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Snjór snjór snjór

Vá það er geðveikur snjór úti bara alvöru jólasnjór. Við Rakel fórum út áðan og bjuggum til snjókall á gamla rólóinum á móti húsinu mínu. Það var geðveikt gaman og hann horfir alltaf inn um stofugluggan hjá mér. Geðveikt stór kall.

varð bara að segja ykkur þetta
chao Sóla

|

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Maus og lærdómur

Fanney gaf mér afmælisgjöf á föstudaginn, miði á útgáfutónleika maus, tónlyst 1994-2004. Bara hrein snilld. Maður sat bara þarna og gleymdi stað og stund í svona hreinni blisszzzzz. Get einhvernveginn ekki útskýrt þetta betur. Þetta var mjög þægilegt þar sem tónleikarnir voru bara í næsta húsi við mig, þ.e. Austurbæ, hlupum bara yfir götuna og þá vorum við bara komnar. Þetta kalla ég forréttindi fyrir þá sem búa í miðbæ reykjavíkur. Var svo ánægð með tónleikana að fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði daginn eftir var að fara á maus.is að tjá þeim ánægju mína með kvöldið. Við rölltum niður í bæ eftir tónleikana og fórum á Hressó og Kofann og skemmtum okkur og öðrum alveg konunglega.
gærkvöldið var svo gríðarlega notalegt fyrir framan imbann með Fanneyju, Rakel og Ástu Maríu. Ætlaði að fara í hveró á laugardags morguninn en komst svo að því að það var engin morgunrúta til hveró um helgar þannig að ég komst ekki í afmælið hennar Vikkýjar þannig að við ákváðum bara að hittast á þriðjudagskvöldið og spila eins og í gamladaga, tvær á móti einum...

Í dag er ég hinsvegar búin að læra í allan dag. Það er mjög gott þar sem ég er ekki búin að gefa mér of mikinn tíma í það undanfarið, þar sem ég hef staðið í undirbúningi jólafundarins og utanlandsferðar félags íslenskra snyrtifræðinga.

Svo þannig er það maður er alltaf bissý bissý bissý en samt gefur maður sér tíma í allt þetta skemmtilega

chao Sóla

|

mánudagur, nóvember 01, 2004

Ammæli

Vá var búin að setja eitthvað bull með landafræði korti og löndunum sem ég hef farið til. En það kom bara út í einhverju rugli. Allavegana þá hélt ég að ég hefði farið svo víða en komst bara að því að ég hef bara séð 5% af heiminum.

Átti ammæli á laugardaginn. Hitti gellurnar á kaffi kidda rót og fengum okkur að borða. Rosagóður matur. Fórum svo til Önnu Stínu í partý. þar voru drykkjuleikir og singstar keppni og bara eintóm gleði. Svo tók Snúlli við, það var síðasta snúllakvöldið svo húsið var fullt og enn og aftur eintóm gleði...
Endaði svo í partýji í ölfusborgum, hef reyndar ekki hugmynd um hver var með þennan bústað en þar var guð í stuði og við með honum. Sérstakleg Sigrún systir og hún á eftir að verða fyrir hríðskotum frá mér. Hehehehe. Múhahahahahaaa.....
Kvöldið heppnaðist semsagt mjög vel og með bestu afmælisdjömmum ever.
Sóla eldgamla biður að heilsa öllum


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?