<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 19, 2005

Halló allir

Jæja orðið soldið langt síðan ég bloggaði síðast. Sem þýðir að ég hef haft nóg að gera. Rosalega gaman í skólanum og snyrtifræðingshendurnar mínar eru trúlega að hverfa, er að fá soldið sigg eftir steinhöggið og tréútskurðin sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér gengur mjög vel í tréútskurðinum en steinhöggið gengur ekki eins vel því ég fékk ömulrelgan stein sem er allur í loftbóðum og sprungum. Hann brottnar jafnvel á hinni hliðinni þegar ég hegg í hann. mjög skrítið.

Hélt upp á afmælið mitt um daginn. Hélt eiginlega upp á það alla afmælishelgina. Við Freyja fórum út að dansa á föstudeginum með krökkunum úr skólanum hennar. Hélt svo smá partý á laugardeginum. Vala kom í mat og svo komu nokkrir krakkar úr skólanum mínum og við áttum notalegt kvöld saman. Á sunnudeginum á afmælisdaginn bauð Clem okkur í mat þar sem við fengum grasker og einhverskonar grænmetislasagne og afmælisköku með sprittkerti ofaná og afmælissöngur og allt.
´
Lucia "mágkona" hennar Freyju kom með tvær dætur sínar og var hjá okkur í viku. Þær fóru út um allt og upp um allt. Svo kom Tinna hingað á föstudeginum í hádeginu. Ég fékk mér frí í skólanum og við/Tinna aðallega fór hamförum á Oxford Street. Vorum svo úrvinda um kvöldið en ég fór samt með Tinnu á einn af local pubbunum því hún hafði aldrei farið á svoleiðis Pubb. Vöknuðum snemma á laugardeginum og fórum upp í Camden á markaðinn að skoða föt og allskonar drasl og allt skrítna fólkið þar. Fórum svo í London Eye. Fengum 2 fyrir 1 þar sem ég er með virkt tubekort. Það var frábært útsýni og ég sá glitta í húsið mitt. Svo héldum við áfram á Oxford Steet og Regent Street. Skruppum heim og skiptum um föt, fórum svo út að borða og dansa sem var frábært. Vöknuðum snemma á sunnudeginum því Tinna þurfti að fara heim til Íslands. Ég fór með henni á flugvöllinn. Þegar ég kom til baka rakst ég á Freyju og co. á Oval lestastöðinni og ákvað að fara með þeim á sædýrasafnið sem var bara frábært.
Lucia og co. fóru svo heim á þriðjudaginn og við vorum alveg uppgefnar á eftir.

Kvefið er enþá að stríða mér. Í gær fór hitinn af skólanum og við sátum í skítakulda á fyrirlestrum. Þetta fór svo illa í kvefið mitt að ég fór heim eftir fyrirlestrana og sleppti umræðutímanum. Fór svo að reyna að finna heilsugæslustöð. Fór þangað sem ég hélt að hún væri en þar voru eingir heimilslæknar. Konan í afgreiðslunni benti mér á aðra svo ég fór þangað. Þá gat ég ekki fengið tíma þann daginn því ég var ekki með staðfestingu á heimilisfangi og var ekki skráð hjá þeim. Ég fékk samt skráningar eyðublað hjá þeim og fór svo heim og fyllti það út. Vaknaði svo frekar slöpp í morgun. Dröslaðist framúr og á heilsugæslustöðina. Var komin þangað um níuleytið og lét skrá mig. Svo var mér sagt að ég gæti fengið tíma strax, það væri bara einn á undan mér, þannig að ég hélt að ég yrði bara smá sein í skólann. En svo þurfti ég að bíða í næstum í klukkutíma þegar ég fékk loksins tíman. Ég er með kinn og ennisholu bólgur og nokkrar kommur og fékk sýklalyf :( . Fór svo í skólan, klukkutíma of seint, í Teikni tíma en þar sem ég gat ekki einbeitt mér og hendurnar á mér skulfu endalaust þá rak kennarinn mig heim um eittleytið. Fékk mér að borða og lagði mig svo og svaf í allan dag. Líður aðeins betur núna. Vonandi virka þessi lyf eitthvað verð að taka þau í tvær vikur.

Jæja bið að heilsa ykkur
Sólveig kvefdós

|

mánudagur, október 17, 2005

Frábær dagur í skólanum...
Byrjaði í nýjum tíma í skólanum í dag. Útskurður í tré. Byrjaði reyndar ekki að skera í dag en þetta var samt rosalega skemmtilegur dagur. Reyndar var ekki réttur kennari að kenna okkur því hann er í einhverri nefnd sem er að gera upp windsor kastala, þannig að við vorum með annan kennara sem er að leysa af og svo kíkti þessi rétti inn öðru hvoru. Byrjuðum á því læra að brýna verkfærin okkar. Svo kom rétti kennarinn inn og setti okkur fyrir aðal útskurðar verkefnið okkar í vetur. Við eigum semsagt að skera út griffin sem að ég var búin að gera mót af og steypa aftur upp í gifsi. Ef þið vitið ekki hvað griffin er þá er það ensk ævintýravera sem er með ljónslíkama og arnar haus en samtmeð ljónsaugu og makka. Eins og í Harrý Potter. Allavegana þá byrjuðum við á því að teikna hann upp í réttum hlutföllum svo við gætum haft skýrar útlínur til að fara eftir. Svo mótuðum við hann í leir. Þetta var rosalega skemmtilegt og svo er svo skrítið að maður er frekar smeikur að byrja að teikna og svo er allt í einu þessi fíni griffin á blaðinu hjá manni. Og sama með leirinn, ég hef ekki einusinni leirað síðan ég var þrettán eða fjórtán ára. En svo er næstum tilbúinn svona líka flottur griffin. Hlakka mikið til að byrja að skera hann út í við eftir viku. Á morgun byrja ég síðan að læra að höggva út í stein.

Ég gleymdi að segja ykkur að ég er búin að kaupa afmælisgjöfina mína frá stelpunum. Keypti þrjár bækur sem ég get notað í skólanum og lesið bara til gamans, tvenn gleraugu (tveir fyrir Einn) og rosa flotta sandala. Takk fyrir mig stelpur ég á samt smá afgang.

Er að spá í að halda afmælispartý hér er að hugsa málið en trúlega koma nokkrir í heimsókn.

Bið að heilsa ykkur öllum
kveðja
Sóla

|

sunnudagur, október 16, 2005

Komin með netið og samt langt síðan ég hef bloggað...

Búin að vera skrítin og skemmtileg vika. Mánudagur og Þriðjudagur frekar skrítnir, það var eginlega einginn skóli. Bara viðtal við Kiffy og svo bara bókasafnið að lesa og svo að taka því rólega og reyna að losna við kvefið. Restin af vikunni var rosa bissý í skólanum og pubbalega séð. Það voru minningartónleikar um einhver gaur, svipaðann og Óli Palli er á Íslandi, í bíóinu sem Clem er að vinna í og hún bauð mér í mat og svo fórum við á tónleikana með fleiri vinkonum hennar. Fékk frítt inn og fríann bjór líka. Tók svo bara strætó heim þegar ég var farin að hafa áhyggjur af Freyju sem hafði hringt í mig og var týnd í Stockwell. Hún var þá bara komin heim og gleymdi að láta mig vita af því. Saknaði Fanneyjar reyndar soldið þegar mig vantaði fíflalæti þegar ég var að dansa á tónleikunum.
Á föstudaginn var svo farið á pubbinn eftir skóla. Mættum tvær en svo komu fleiri á eftir okkur. Sátum og spjölluðum til ca 10 Rosa stuð en þá var ég orðin svo svöng að ég varð að fara heim að borða. Ræddum um heima og geima. Um Ísland, Georgíu, Tyrkland, tónlist og allskonar listir og forvörslu.
Ætla að halda áfram að lesa

chao
Sóla

|

mánudagur, október 10, 2005

Hae og ho

aetla nu ekki ad blogga mikid i dag thar sem eg thar ad borga fyrir thad en a morgun ekki. Var rosalega dugleg i heimavinnunni um helgina og thad var alveg rosalega skemmtileg heimavinna sem Freyja var lika dugleg ad hjalpa mer vid. TH.e. vid forum a tvo sofn, baedi Tate Britain og skodudum malverk eftir tvo kalla sem eg attu ad skoda og svo forum vid a The Brittish Museum a syningu sem heitir The forgotten Empire of Persia. Ekkert sma flott syning med soundeffects og allt. Svona "breathtaking" upplifun.
Annars er bara gaman hja mer fyrir utan kvefid sem er ad drepa mig. Mer lidur samt pinulitid betur nuna, fer semsagt vonandi ad verda god. Kiffy sem er yfir deildinni minni i skolanum sagdi ad thetta vaeri algegnt hja overseas nemendunum theirra, stress, nytt umhverfi og svo framvegis. Simin minn biladi um daginn en eg let laga hann i dag thannig ad thad a ad vera haegt ad hringja heim til min nuna.

Bida ad heilsa ykkur ollum
kv
Sola

|

mánudagur, október 03, 2005

Hallo allir!!!!!!!!!!!!!
Jaeja eins og sum ykkar vita tha er eg flutt inn i voda saeta ibud i Kennington rett sunnan vid thames i London. Buin ad bua i henni i ruma viku og lidur bara vel i henni. Eg byrjadi i skolanum i dag og thetta er allt rosa spennandi. Vid erum bara tvaer i BA naminu i skolanum en svo eru fimm onnur ny i postgraduade diploma course i forvorslunni, thannig ad vid erum sjo ny i forvorsludeildinni en mismorg i hverju og einu fagi thvi hin fimm eru ekki i fullu nami. Mer list bara vel a hopinn og eg held ad eg se naest yngst i bekknum og eini nyji utlendingurinn i deildinni. Byrja a morgun i fagi sem heitir Basic Casting og thar verd eg ad leira og leika mer asamt tveimur odrum stelpum. Svo forum vid i safty and health tima eftir thad. Gengur ekki vel ad komast til ad stofna reikning i bankanum herna verd ad taka mer fri i skolanum a morgun eda hinn til thess thvi thad eru svo bjanalegar reglur med oll svona peninga mal herna.

Ok, eg hef akvedid ad koma med kortasoguna vegna fjolda askoranna:
Vid Freyja vorum i skolanum hennar Feyju til ad fa skriflega stadfestingu a skolavist hennar thar, fyrir bankann og leigumidlunina og svoleidis. Thegar vid komum ut ur skolanum kemur hargreidslustrakur og bydur okkur thennan frabaera studenta deal a hargreidslustofu og snyrtistofu tharna rett hja. Vid gatum ekki neitad thar sem thetta voru tvaer klippingar med thvotti og djupnaeringu stripur og svo andlitsbad, litun og plokkun, lett fotsnyrting, bikini vax og eitthvad adeins meira fyrir £55. Svo aetladi eg ad fara borga. Hafdi farid upp ad veggnum vid skolann til ad fylla ut kortid sem eg thurfti ad hafa til ad fa thetta allt thegar eg kaemi a stadinn. Svo tek eg upp kortid, held alveg vel a thvi en svo allt i einu er thad bara a leidinni ut ur hondunum a mer og eg horfi nidur a jordina og se ad eg stend a svona rist og korti for nidur a milli og nidur 4-5 metra. Eg stod bara tharna og hropadi OH MY GOD og sprakk svo ur hlatri og Freyja med mer thvi hun thekkir ohappasogu fjolskyldunnar. Strakurinn og snyrtifraedingurinn sem var med honum vor bara i sjokki og sogdu aftur og aftur ad eg yrdi ad kansela kortinu minu og hofdu rosa ahyggjur af thessu. En vid Freyja vorum bara i hlaturskasti i talsverdan tima. Svo lokadi eg audvitad kortinu og sotti um nytt. Mamma var sidan svo god ad senda mer thad i posti

jaeja verdi ykkur svo bara ad godu
kvedja Sola

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?