<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 25, 2006



hæbb
var að reyna að búa til slideshow disk til að koma með til Íslands en gleymdi að setja myndir af þessu líka fallega málverki sem ég málaði og gaf vinum mínum í brúðargjöf. Þau voru rosa ánægð og stjörnurnar á himninum er í stjörnumerkjunum þeirra. Jæja hlakka til að sjá ykkur bæ á meða Sóla

|

föstudagur, júní 16, 2006



Óhappa óhappa óhappa...

Þetta er nú ekki alveg heilbrigt. Ég veit eginlega ekki alveg hvað kom fyrir mig en á miðvikudaginn labbaði ég ógeðslega mikið og var á þönum allan daginn en hlýt að hafa misstigið mig eða eitthvað. Í gær vaknaði ég nebblega og var eitthvað skrítin í vinstri fætinum. Fór samt með Svönu og Nonna í the Imperila War Museum og við plömpuðum þar allan daginn og ég varð alltaf pirraðri og meira illt í fætinum. Fór svo á private view í skólanum hennar Somang og svo í partý á eftir en þá var ég orðin svo rosalega slæm í fætinum að ég sat þegar allir hinir voru að dansa og á endanum fór ég bara heim því ég gat ekki meira. Svo vaknaði ég í morgun og gat hreinlega ekki stigið í fótinn og ég er öll bólgin og blá og marin. Þannig að ég varð að senda Svönu og Nonna ein á Madame Tussaud's og ég ætla að vera heima og kannski mála brúðargjöf handa Sorang og Matt. Allavegana lítið labb í dag fyrir mig Því á morgun er 17. júní og það verður hátíðar athöfn og skemmtiatriði í garðinum og auðvitað ætla ég að vera þar og fá ÍSLENSKAR SS PYLSUR og ÍSLENSKT NAMMI kannski LAKKRÍS. Hlakka allavegana mikið til.

Já ég kláraði skóla önnina á miðvikudaginn þannig að ég er bara komin í sumarfrí. Það verður samt private view á þriðjudaginn í mínum skóla og ég ætla að fara á það. En talandi um það þá er ég fræg í kennington. Það eru myndir af mér í öllum búðum og allt. Ég er nefnilega á flyernum fyrir sýninguna. Rosa fín mynd ég skal setja hana hérna fyrir ofan. Ég bið bara að heilsa ykkur þarna heima.
Chao Sóla

|

miðvikudagur, júní 07, 2006

Tónleikar og tvífarar...

Jæja nú er komið að nýrri "óhappa" sögu af Sólveigu. Málið er að ég og Clem vorum búnar að kaupa okkur miða á tónleika með Silver Mount Zion. Keyptum báðar miðana okkar á netinu en af sitthvorum söluaðilanum. Clem keypti sinn fyrir löngu síðan en ég keypti minn fyrir viku og fékk miðann minn fyrir fjórum dögum síðan. Þegar ég kom í skólan í gær var Clem alveg á taugum. Hún fór varla frá frá móttökunni allan daginn því miðarnir hennar voru ekki komnir. Hún hafði lent í einhverju veseni með að fá miðana senda heim og var ekki en búin að fá þá þannig hún bað um að fá þá senda í skólann. Miðinn kom ekki fyrr en um hálf fjögur og Clem næstum því grét af gleði... ...Jæja ég fór svo heim að hafa mig til og svoleiðis, fegin að hún hafi loksins fengið miðann sinn. Var tilbúin snemma svo ég settist bara niður í rólegheitunum og fór svo snemma niður í tubið. Btw tónleikarnir voru í camden. Var komin alla leiðina á Tottenham Court Road og hurðirnar á lestinni vor alveg að fara að loka þá mundi ég eftir að ég hafði gleymt miðanum mínu heima, FUCK... ...Ég stökk af stað og rétt náði út úr lestinni og sem betur fer var south bound lest á næsta palli þannig ég gat stokkið beint inn í hana. En sú lest fór bara til Kennington og þar voru lifturnar bilaðar og það voru merkja bilanir í tube systeminu svo næsta lest niður til Oval var sein. En loksins kom lestin klukkan tíu mín í 8, við ætluðum sko að hittast í Camden klukkan 8. Ég komst loksins á Oval og þurfti svo að hlaupa heim og upp alla stigana og niður þá aftur og aftur út á Oval. Auðvitað þurfti ég að skipta aftur á Kennington og þurfti að bíða talsvert eftir næstu lest. Á endanum var ég komin til Camden um hálf 9. Frábær tímasetning því um leið og við komum inn byrjaði upphitunar bandið að spila, sem btw var alveg frábært þeir heita Black Heart Procession og bassaleikarinn var næstum alveg eins og Hilmar líffræði kennari í FB. Silver Mt. Zion voru alveg frábær þetta er þétt gítarrokk með þremur gítörum og fiðlu og kontrabassa og sög. Textarnir eru gagnrýnir á þjóðfélagið og heiminn og þeir taka frábærar ballöður sem breytast svo í massívt rokk. Alveg meirháttar. Og söngvarinn er tvífari Guðmundar frænda nema hárið er dökkt en ekki rautt. Þegar ég sagði Clem það þá bað hún um að fá að hitta hann því hún er mikið fyrir stráka með mikið krullað hár;)
Jæja semsagt það var erfitt að komast á tónleikana en það var vel þess virði.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?