<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, mars 11, 2007

Hæ og hó

Það er komið vor í London. Sólin skín og maður getur verið úti á peysunni dag eftir dag. Alveg hreint frábært. Ég fór og hitti Rúnar og Ingu í gær. Þau er hér yfir helgina. Eru ábyggilega á leiðinni á flugvöllinn í þessum töluðu orðum. Það var rosalega gaman hjá okkur í gær, lenti reyndar í veseni að komast að hitta þau. Það er náttlega ekki neitt að gerast hjá mér nema ég lendi í smá veseni. Við ákváðum að hittast við torgið hjá Tower of London og taka svo þægilega göngu meðfram Thames. En auðvitað voru báðar tubelínurnar sem fara á Tower Hill lokaðar svo ég varð að taka aðra línu og fara út á London bridge og taka strætó þaðan. Sem er soldið fyndið því ég var ekki viss hvort ég væri fljótari að labba eða fara með strætó. Alla vegana þá náði ég að missa af tveimur strætóum á leiðinni til þeirra og missa símann minn á hlaupunum því ég var á meðan ég var að hlaupa á eftir stætó að reyna að útskýra fyrir Maríu, nýja meðleigjandanum mínum, hvernig hún ætti að komast til að hitta okkur. Hélt að ég hefði skemmthann því hann slökti á sér en svo kveiknaði bara á honum strax aftur. En það hefur ábyggilega verið fyndið að sjá mig hlaupa með símann og svo allt í einu snéri ég mér við á punktinum til að sækja símann sem skoppaði á jörðinni. Allavegana þá áttum við góðan dag meðfram Thames og ég syndi þeim bæði nýja og gamla pubba í Hay's Wharf og Black Friers. Fórum yfir Tower Bridge, London Bridge og Millenium Bridge. Svo fórum við líka aðeins inn í Tate Modern að skoða risarennibrautirnar. Svo tókum við strætó að Big Ben og Westminster Abbey Skoðuðum það allt að utan og löbbuðum svo uppí Soho og skoðuðum Trafalgar Square og Leichester Square á leiðinni. Borðuðum á besta ítalska staðnum í Soho, Soho Pizzeria, með Live Jazz og fínerí. Tókum svo góðan göngutúr um Soho og fundum rosa menningarlegann leikhús, vín og kocktail bar þar sem við Inga fengum glæsilega kokctaila og Rúnar fékk vont whisky. Rosa notalegur dagur og ég vona bara að þau hafi notið hans eins vel og ég. Þau komu með sendingu frá mömmu, með fínum sokkum og harðfisk og kleinur, svo bættu þau víst við fullt af nammi. Takk bæði Rúnar og Inga og svo Mamma fyrir sendinguna.
Já það er rosa margt búið að gerast síðan ég bloggaði. Enda alltof langt síðan síðast. Hrabba er flutt út, býr núna í rosaflottri íbúð í Kennington. Bara alein. Það er skrítið að hafa hana ekki hérna en það vandst samt fljótt. Ég flutti úr litla herberginu yfir í stóraherbergið og María vinkona hennar Fanneyjar flutti inn í litla herbergið. Sambúðin gengur bara nokkuð vel og allir glaðiri og sælir.
Ég er að fara til Köben um næstu helgi með kórnum og get ekki beðið eftir að fara. Þar verður svaka fjör eins og vanalega. Stelpur mig vantar samt ráð um hvað maður á að gefa kærastanum í ammælisgjöf?
Bið að heilsa ykkur öllum,
kveðja
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?