<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Í dag er ég í betra skapi en þegar ég bloggaði síðast
í gær var ég að vinna til átta og var þá búin að vinna í 12 tíma stanslaust. Var ógeðslega þreitt og skrópaði á kóræfingu og fór í langt og ógeðslega heitt og gott bað. Skrúbbaði mig alla og dekraði við sjálfa mig. Fór svo snemma að sofa bara um hálf ellefu. Það var líka æðislegt að vakna í morgun og vera ekkert sérlega þreytt.

Er að lesa góða bók núna hún heitir dýrðlegt fjöldasjálfsmorð og er eftir einhvern finnskan höfund. Ef ykkur finnst fyndið að lesa lýsingar af þremur algjörlega misheppnuðum sjálfsmorðstilraunum hjá einum og sama manninum þá er þetta bók fyrir ykkur. ég meina hvað gerist þegar tveir algjörlega ókunnir menn hittast í hlöðu fyrir tilviljun og eru báðir að fara að drepa sig og fresta því til að safna fólki saman í fjöldasjálfsmorð...
... mjög skemmtilegar en samt alvarlegar pælingar.

|

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

ég verð ekki við á næstunni því ég verð að vinna upp það sem ég er búin að missa af í vinnuni á meðan ég er búin að vera heima svo ég blogga trúlega ekki mikið á næstunni

|
AAARRRRGGGGGGG ÉG ER AÐ VERÐA BRJÁLUÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki nóg með að vera að drepast úr hausverk, með hor, sull í augunum og illt í augunum í þrjá daga heima. Þá þarf ég að vera í brjáluðu afa partíi ekkert nema alþingi á hæsta styrk ekki hægt einusinna að slaka á með góða tónlist í headphones eða neitt það glymur bara yfir. Svo er vinnuveitandi minn í einni vinnunni að þvílikt fúll yfir að ég sé búin að vera heima svona lengi því þá þarf viðkomandi að vinna meira. ég skil samt að viðkomandi vilji vera hjá bönunum sínum áður en haldið er af stað til útlanda á laugardag. En ég get ekkert gert af því að ég sé veik, haldiði að mig langi til þess. nei takk. ef ég fengi að ráða þá væri ég í vinnunni heilbrigð og ekki einusinni að spá í þessa hluti.jæadngkljgg

ég er að verða brjáluð á þessu helvítis bloggi maður ætlar að reyna að vera að skrifa eitthvað jákvætt líka þá er það bara eitthvað ruglaður texti og ekki hægt að skilja neitt. því systemið ákveður að skilja ekki íslensku allt í einu þó það sé stilltá hana



|

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

getur einhver bent mér á nýtt commenta kerfi sem er ekki alltaf bilað

|
áég að segja ykkur gleðifréttir...
Á sunnudaginn byrjaði Nikolaj og Julie í sjónvarpinu aftur. Alveg frábært. héðan i frá verða sunnudagskvöld upptekin hjá mér og enginn má hringja eða koma í heimsókn nema vilja horfa á þáttinn. nei segi svona, Það erun nú til videotæki. EN það má allavegana ekki missa af þætti.
Þó ég horfi ekki mikið á sjonvarp og þekki ekki dagskránna því ef ég horfi á það þá er það bara ef það er kveikt á því fyrir. þá veit ég hvenær Nikolaj og Julíe er í kassanum.
Annars ligg ég heima með stífluhausverk og kvef og eyrnaverk:( hund leiðist og sé varla á skjáinn fyrir einhverju sulli í augunum. OG er líka í ágætis afapartýi. bæði alþingi og útvarpið á í einu, samt á ótrúlegalágum styrk.
Var að fá uppskrift, í tölvupósti frá Jónu, af mexikansklasagnealajona. Ekkert smá girnilegt, verð að prófa sem fyrst kannski bara á föstudaginn eða eitthvað. Allavegana verður þetta eldað á "mínu "heimili.
Kveðja Sólveig snýtubréf

|

sunnudagur, febrúar 08, 2004

helló helló helló!!!!!!!!!!!
ég er ótrúlegea dugleg í dag. Fór með Ingibjörgu á skíði í bláfjöllum. Það var geggja, hef ekki farið á skíði síðan páskana 2000. komin tími til að draga þau fram. vorum reyndar ekki komnar upp í bláfjöll fyrr en um þrjúleytið og biðum svo í næstum hálftíma í röð til að fá skíðaskó leygða fyrir Baddý. en náðum að renna nokkrar ferðir áður enn að það var orðið of kalt til að hanga í skíðalyftunnni. fórum þá heim til og erum að elda mat núna. ógeduglegar. Nenni ekki að hugsa meira til að skrifa hér því ég er of upptekin að horfa á futurama.
síjú
Sóla

|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Jæja það er nú soldið langt síðan ég bloggaði síðast. baraí síðasta mánuði. Þvílík leti, annars hefur þetta verði ágætur tími eða svona það sem ég man annað en úr vinnunni. Það er nebblega bara vinna og aftur vinna og svo er svo gott að sofa þegar maður er ekki í vinnunni. Annars er afi fluttur heim og það er ekki hægt að sofa þegar maður er heima um leið og hann, sem er næstum alltaf, því hann er hálf heyrnarlaus greyjið svo það er alltaf útvarpið eða sjónvarpið í botni og við hin erum öskrandi á hvert annað til að heyra eitthvað í sjálfum okkur. Bara stanslaust partý hjá okkur;)
Talandi um party þá fór ég í tvö um síðustu helgi. þekkti næstum engann, bara Rakel og Ingibjörgu, en hélt uppi stuðinu á báðum stöðum. geðveikt stuð. Hitti frakka í öðru partýinu sem vildi þannig til að við eigum fullt af sameiginlegum kunningjum og vinum. þvílikt fyndið og týpíst fyrir Ísland.
Hitti líka Guðmund frænda niðrí bæ og einhverja gellu sem hann var með. Fannst frekar fyndið þegar ég var að spjalla við hann og hun kom frekar fúl að mér og sagði fýlulega: hver er þú? ég er bara STÓRA frænka hans Guðmundar. Hanner nefnilega næstum tveir metrar og ég er bara 164 og þá er ég STÓRA fræankan hans;)
Fannst þau samt ekki passa neitt séstaklega vel saman svona við fyrstu sýn én ég þekki hana ekki neitt svo maður á ekki að dæma fyrir fram.
Það er ekkert planað fyrir helgina er bara á bókasafninu núna til að fá frið og er að spjalla við sigrúnu sem er heima í afapartýi á msn. Alþingi í allandag gaman gaman:)
chao
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?