<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 30, 2003

hæ hæ
núna er ég bara alein heima í hálfa viku. Restin af fjölskyldunni fór vestur til Súðavíkur að rífa upp gólf, leggja ný og setja upp eldhúsinnréttingu. Og ég fæ ekki að fara með því ég þarf að vinna og á ekki pening til að fljúga um helgina:(
Sigrún kemur svo aftur á sunnudags morguninn. Ég bauðst sko ekki til að sækja hana á flugvöllinn á svona ókristilegum tíma...
Ég eyddi gærkvöldinu í að lita og plokka næstum alla fjölskylduna mömmu megin, svo ég er að slaka á núna sem ég ætti að hafa gert í gærkvöldi:) svaka gott. Hef ekkert heyrt frá Stebba og Jónu frá því síðast
bið að heilsa ykkur öllum
bæjó
Sólveig

|

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Jæja, long time no see!!!!

Nú hefur ýmislegt gerst síðan síðast og nýjustu fréttirnar í dag eru að í morgun varð ég aftur föðursystir:) Já Jóna átti í morgun litla og ábyggilega ofsalega sæta litla stelpu. Hún er tæpar 16 merkur og 51 cm. Þá er Soffía bara orðin stóra systir. Allt gekk hratt og örugglega fyrir sig og öllum líður mjög vel. Þegar Jóna hringdi í Soffíu til að segja henni að hún væri orðin stórasystir, sagði hún bara: "Ég er að fara á ströndina í dag" ;) Hún er nú bara 3 ára.

Ég fór í brúðkaup á laugardaginn. Binna og Úlfar voru að gifta sig (ég er sko að vinna hjá henni í Reykjavík). Athöfnin var æðislega flott og kjóllinn hennar ofslalega flottur. Svo var farið í veisluna, þar sem var rosa stuð. Við sem vinnum á Helenu fögru vorum með söngatriði fyrir þau. Sömdum sko texta, við lagið Anna litla létt á fæti, um þau. Maturinn var góður og þegar hann og skemmtiatriðin voru búin drifu sig allir á dansgólfið. Þar var tjúttað til svona tvö um nóttina(þá fór ég allavegana). Þá héldum við Ingibjörg niður í bæ og djömmuðum enþá meira. Það var ekkert stuð á Vegamótum og Sólon svo við skelltum okkur á Nasa. Þar vorum við greinilega flottastar á staðnum, því það var ekkert nema nördar þarna. Við dönsuðum eins og vitleysingar og þegar það voru komnir of margir nördar í kringum okkur, þá bara hlupum við á annan stað á dansgólfinu og dönsuðum þar;) Svo kom strákur til okkar og spurði okkur hvort við vildum koma og sitja við borðið hjá sér og vinum sínum, við gerðum það, spjölluðum smá og fórum svo að dansa. Seinna um kvöldið sáum við að sá sem hafði komið og talað við okkur var hommi og hina vantaði greinilega hjálp til að ná sér í gellur:/ frekar glataðir gaurar!!!
Svo var þarna stera köggull líka að reyna við okkur, Viðbjóðslegur í hvítum netabol og aflitað hár sem náði rétt niðurfyrir eyru. Klípandi og strjukandi ógeð. En eins og fyrri daginn fórum við bara og stungum hann af:)
Svo fórum við heim, fengum okkur pizzu og fórum að sofa.

Daginn eftir fór ég og heimsótti Elísabetu frænku. Hún er ofsalega ólétt og er bara heima að bíða eftir barninu sínu. Henni leiddist svo að hún bað mig um að vera lengur hjá sér og við horfðum á Famme fatale. Veit ekki alveg hvað ég á að halda um þá mynd þvíhún var annaðhvort þvílíka steypan eða flott pæling, er bara ekki alveg viss. Svo þegar Gunni kom heim var ég á leiðinni út, hann þakkaði bara fyrir pössunina og ég sagði honum bara að hringja þegar hann þyrfti pössun næst.

jæja en Sigrún bíður eftir tölvunni
sjáumst seinna
chao
Sólveig

|

sunnudagur, júlí 20, 2003

hæhæ
ég sver það það er eitthvað að blogginu ég ætlaði aldrei að komast inn á það:/
í dag er fyrsti dagur án vinnu eftir að ég kom heim. Ég leyfði mér sko að sofa út í dag, búin að plana það alla vikuna að sofa til allavegana 12 og það gekk vel upp og ég svaf sko í heila 11 tíma. ÞAÐ VAR GOTT:)
Er enþá að venjast því að skrifa á venjulegu lyklaborði og er svolítið lengi að skrifa.
Já ég fór a djammið á föstudaginn með stelpunum afþví að Ásta er að fara aftur út til Danmerkur á þriðjudaginn. Það var svaka stuð byjuðum heima hjá Guðnýju og Svönu, þar var frekar rólegt en svo fórum við á felix. þar var stuðið, dönsuðum villt og galið og strákarnir voru allir að missa augun út úr hausnum... Einn kom upp að Ninnu og sagði: Heyrðu, við verðum að fara núna, megum við fá símanúmerið hjá þér? Spáiði í það ekki búinn að tala neitt við hana nema þetta...
Svo á laugardagsmorgunuinn fór ég að vinna á Helenu fögru, nóg að gera þar. Rakel bauð mér svo í mat og svo í sund. Svo bauð ég henni í bjór nammi og internet. Fór samt snemma að sofa, alveg úrvinda efti alla síðustu viku...
Í dag er ég svo "grounded" þangað til ég er búin að fara í gegnum gömul föt sem mamma ætlar að fara að gefa í rauðakrossinn eða eitthvað.
sjáumst Sólveig

|

föstudagur, júlí 18, 2003

halló halló
sorrý hvað ég er ekki búin að skrifa lengi. Ég er bara svo bissí og svo var bloggið líka bilað og ekki hægt að skrifa í það:(
En allavegana þá er ég komin heim og það er bæði æðislegt og leiðinlegti. Því að home sweet home og svo vinna vinna vinna. En það var frá bært í ferðinni.
hey verð að hætta því eg er að fara að djamma með vinkonunum i Reykjavík, sjáumst kannski þar
CHAO

|

mánudagur, júlí 07, 2003

hallo

|

föstudagur, júlí 04, 2003

ja Palli ef thu lest thetta eitthvad: Til hamingju med afmaelid i gaer

|
hae hae elskurnar minar:)
I dag erum vid hja Svenju i Hannover i Thyskalandi og erum bunar ad vera hja henni i 3 daga og bunar ad hafa tad aedislega gott. Astaedan fyrir tvi ad eg er ekki buina ad skrifa i soldinn tima er ad sidast tegar eg bloggadi var eg a netkaffi og thad slokknadi bara a tolvunni og ta nennti eg bara ekki ad blogga meira. Ta vorum vid i Prag. tad var alveg aedislegt tar og tegar vid komum a lestarstodina tar possudum vid okkur a tveimur englum eins og pabbi segir. t.e. tad komu tvaer konur og budu okkur ad gista i husunum sinum. GLAETAN hvad ef einhver annar hefur lykil og stelur ollu dotinu okkar. Eg nenni ekki ad skrifa meira um prag nuna en tad var rosalega gaman thar og vid attum vidskipti vid tvo Islendinga, annar var eigandinn af Vero Moda tar og hinn var raedismadur Islands og a veitingahus sem heitir Reykjavik, rosalega godur maturinn tar:)
en hja Svenju erum vid bunar ad fara i reisugilli a nyja husinu hennar sem verdur rosa flott, lobbudum um baeinnog margt fleira. Vid forum i dyragard i gaer tar sem er haegt ad fara i rutu og keyra um gardinn og dyrin koma meira ad segja inn i rutun og tu getur fengid ad gefa trim ad borda. Rosa gaman tar. Svo var lika svona skemmtigardur tarna og tar forum vid inn i apabur og tar maetti einn apinn og hekk i buxunum minum eins og litid barn, tad var frekar skritid. Nuna eru tetta bara apa buxurnar minar. Svo forum vid i alskonar tivoli taeki og svaka stud.
Svenja a tvo rosalega skritna ketti sem heita Kasi og Tiffy. Tiffy er rosa saet og frekar feymin en madur ma alveg klappa he´nni. En Kasi er alveg furdulegur hann raedst stundum a folk sem hann tekkir ekki og hann redist a Sigrunu(fyrsti kotturinn sem gerir tad) en var ekki eins vondur vid mig. Hanner reyndar buinn ad venjast okkur nuna og er rosalega godur og otrulega forvitinn.
Er ad fara ad leggja af stad til Ilku i Wuppertal skrifa ykkur vonandi tar
baejo Solveig

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?