<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 30, 2005

Komin heim og veiddi fisk.

Nú er ég komin heim eftir Súðavíkurdvölina. Hafði það bara mjög gott. Sagði ykkur síðast að við settum skektuna á flot og að ég fór að veiða með nýju sjóstönginni. Og viti menn að þrátt fyrir alla óheppni okkar þá veiddi ég fisk. Meira að segja stórann fisk og ég þurfti að sitja á stönginni þegar ég var að draga hann inn því hann barðist svo um. Það gleymdist reyndar að taka myndir af okkur pabba sem veiddum bæði(hann veiddi sko tvo litla fiska) Þorsk. Við tölum svo mikið um að ég ætti að verka fiskinn sjálf að við geymdum að taka mynd. Reyndar slægði mamma og flakaði fiskana en ég roðfletti þá. Svo borðuðum við æðislegan grillaðan þorsk í kvöldmat.

Já þar sem ég var að nefna óheppni í síðasta bloggi þá gleymdi ég að segja frá óhappinu með bjórinn á Ísafirði. Við fórum öll fjögur og fengum okkur bjór á Langa Manga. Við settumst út í góða veðrið en komumst fljótlega að því að það var brotinn fótur á borðinu og það einbeittu sér allir að því að afi myndi ekki styðja sig of fast við borðið svo við héldum bara öll á bjórnum. Mamma hélt á bjórnum í hægri hendinni og ég hægramegin við hana. Svo bara allt í einu fékk hún einhvern krampa í vinstri hendina og kýldi undir bjórglasið sitt og ég fékk hálft bjórglas yfir mig. Sem beturfer var mikil sól og hiti þannig að bjórinn þornaði næstum strax og við ætluðum aldrei að hætta að hlæja.

Kannski kíkir maður eitthvað út í kvöld úr því það er verslunarmannahelgi og svo er það stórafmæli á morgun hjá Guðrúnu.

Bið að heilsa ykkur
chao
Sóla

|

miðvikudagur, júlí 27, 2005

HAAAÆÆÆÆÍÍÍÍÍÍJJJ!!!!!!!

Jamm er stödd á bókasafninu á Ísfirði. Fór með mömmu og pabba í Súðavík að heimsækja afa Sigga. Það er svo langt síðan ég kom síðast alveg heilt ár. erum búin að vera hér síðan á laugardag. Búin að fara á Bolungavík, Ósvör og á Ísafjörð að drekka bjór. Á mánudaginn fórum við mamma svo á Ísafjörð að kaupa í matinn, teiknidót handa mér og svoleiðis. Svo þurfti ég að senda tölvupóst í skólann minn úti þannig að við komum líka við á bókasafninu. Þá hélt sagan endalausa áfram með óheppni fjölskyldunnar. Konan sem var á tölvunni á móti okkur rak sig eitthvað í tölvuna sína þannig að hún datt í gólfið og sló öllu út þannig að við urðum að fara og útre´tta allt fyrst og fara síðan aftur á bókasafnið þegar rafvirkinn var búinn að koma og kippa öllu í lag.
Í gær fórum við svo öll inn í Vatnsfjörð til að skoða fornleifauppgröft og ætluðum líka út á Reykjanes þar sem er eldgömul sundlaug með hveravatni og fara í sund. Aftur kemur að sögunni endalausu. Þeir v0ru nýhættir að grafa í Vatnsfyrðinum og búið að tyrfa yfir alltsaman og við búin að keyra í tvo klukkutíma til að sjá þetta. Við borðuðum bara nestið okkar og hittum stórskrítinn kall sem á heimaþarna. Séra Baldur í vatnsdal. stór skrítinn. Þegar mamma sagði að það heftði verið gaman að hitta hann sagði hann bara "ég eftast nú um það" . Það var allt í þessum dúrnum hjá þessum kalli og það var brandarið að hlusta á hann og afa tala saman því þeir voru bara að tala og tala og segja hvorum öðrum frá en hlustuðu svo ekkert á hinn.
Jæja þá ákváðum við bara að skella okkur út á Reykjanes þar sem þessi sundlaug var og afi var þar líka í héraðsskóla 1938-40 og hafði ekki komið þangað síðan þá. En nei, haldiði ekki að þeir hafi verið að þrífa laugina þannig að við gátum ekki heldur farið í sund. en þar sem það var svona glymrandi g0tt veður fórum við bara í sólbað og fengum okkur kökur í staðinn.
Jæja verð að drífa mig svo þau fari ekki að bíða eftir mér. Er að fara út á sjó að veiða.
Veiðisögur í næsta bloggi
chao
Sóla

|

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Úbbosí soldið langt síðan síðast

já sorrý það er ekki mér að kenna að það er svona rosalega langt síðan ég bloggaði síðast. Síminn klaufaðist til að sjá til þess að ég fengi ekki internetsamband fyrstu 19 dagana eftir að ég flutti. Já ég er flutt á keilugrandann og bý í lítilli íbúð með fanneyju og sigrúnu. Þröngt mega sáttir liggja.

já ég er búin að fara á Foo Fighters síðan ég bloggaði síðast og búin að kaupa mér flugmiða út og breyta honum aftur. fer til london 15. sept næstkomandi. er að drepast úr tilhlökkun.

Byrjaði í öðru sumarfríinu mínu í dag og á morgun fer ég í nudd og vax og á föstudaginn fer ég í andlitsbað. svo fer ég vestur í afslöppun á laugardaginn og verð eitthvað áfram þar.

chao sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?