<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 24, 2007

Jæjæjæjææjææa
Loksins kem ég og klára þetta blessaða blogg mitt sem ég byrjaði á fyrir löngu síðan. Málið var að ég hafði óvart póstað labelið án þess að skrifa bloggið sjálft og svo þegar ég var að verða búin að laga það til þá barasta var ég að gera allt of margt í einu og tölvan restartaði sér því ég var að installa video camerunni í tölvuna. Hehe alltaf sami aulaskapurinn í mér...

Já eins og stendur hérna og er búið að standa í margar vikur þá langar mig að tala um einkunnina mína fyrir síðasta ár í skólanum. Einkuninn var samtals 76,8%, sem er fyrsta einkunn, en fráfarandi yfirmaður deildarinnar minnar í skólanum er með alveg fáránlega theoriu um það að það sé ekki gott fyrir nemendur að fá fyrstu einkunn fyrir lokaárið sitt því það sé ekki nógu hvetjandi. Þ.e. háar einkunnir letja nemandann til náms. Eða það finnst henni allavegana. Einkunnin mín sem var semsagt 1. einkunn lækkaði frá 76,8% niður í 69% sem er alveg fáránlegt, 7,8% sem er næstum einn heill miðað við íslenskt einkunnakerfið. En þar sem aðaleinkunnin er á blaðinu líka þannig fólk sér hvað kerfið er klikkað hvort eð er.

En annað rosa skemmtilegt. Ég, María og Fiona erum búnar að finna íbúð til að búa í næsta árið. Hér kemur linkurinn Okkur líst rosa vel á, íbúðin er björt og góð og á efstu hæð í svipuðu húsi og ég átti heima í áður. Nema núna erum við í endaíbúð þar sem við getum notað svalirnar meira útaf fyrir okkur, enginn að labba framhjá og svoleiðis. Við flytjum inn 11. Ágúst og ég hlakka ógeðslega mikið til.

Annað verra vandamál er að ég er að prófa í fyrsta skipti að vera atvinnulaus. Hef samt alveg nóg að gera í að fara í gegnum allskona drasl sem ég á og henda fyrir flutninga. Er samt að velta fyrir mér hvort ég eigi að reyna að finna vinnu heima og skjótast aðeins heim. veit það ekki alveg en peningarnir vaxa ekki beint á trjánum svo ég vitni nú í sjálfa mig... en þetta bara reddast eins og vanalega, einhvernveginn. Er einmitt að vinna í því í kvöld að fá endurgreidda ferðina mína til Bath. Fór semsagt til Bath um síðustu helgi. Það var alveg æðislegt og við fórum í spa og svo skoðuðim við gömlu rómönsku böðin. Við gistum hjá Rob, vini hennar Aliar, á einum flottasta stað í bænum, þar sem útsýnið útum stofugluggann var The Royal Cresent,sem er með flottustu húsum í bænum og í þessu húsi er meðal annars hótel þar sem allt frægafólkið sem kemur til bath gistir. Þarna var labbað út um allt og og margt og mikið skoðað og svo var ég náttúrulega að taka þetta allt út fyrir mömmu þegar hún fer í Jane Austin ferðina sína með lestrarhringnum. En allavegana þá er ástæðan fyrir því að reyna að fá lestarferðina endurgreidda er að það á að taka lestina svona einn og hálfan tíma að fara þessa leið. En við áttum bókuð sæti með lestinni klukkan 9 á laugardagsmorgninum en svo þegar við mætum á Paddington þá var búið að cansela lestinni og við þurftum að taka næstu lest sem var svo troðin að við þurftum að standa alla leiðina. Svo vorum við stopp í allavegana hálftíma í Reading því flutningabíll hafði keyrt undir lestarbrú á leiðinni og var fastur undir henni þannig að við komum ekki fyrr en um tólf til Bath, eftir um þrigga tíma vesen. Svo á leiðinni heim var ástandið enþá verra. Áttum ekki bókuð sæti en við ákváðum að fara með hálf sjö lestinni heim. Það var rúmlega hálftíma seinkun á henni. Loksins þegar við lögðum af stað tilkynnti lestarstjórinn að við yrðum mjög lengi á leiðinni því það væri eitthvað rugl á merkjasysteminu hjá þeim. Þannig að ferðin heim frá því að við komum á lestarpallinn tók um 5 klukkutíma. Í lok ferðarinnar tilkynnti lestarstjórinn að við ættum möguleika á að fá ferðina endurgreidda þannig að í kvöld lágum við í bréfaskriftum og veseni til að reyna að fá endurgreiðslu, eins og er skipta allir peningar máli.

Helga kom og heimsótti mig um daginn. Það var svaka stuð og ég hlakka til að fá hana aftur í heimsókn einhvern tíman, í nýju íbúðina... ....hehehe...
Jæja held þetta sé nóg í bili
bið að heilsa
Sóla

Efnisorð:


|

miðvikudagur, júní 13, 2007

Dadada Dadara!!!!!!

Já ótrúlegt en satt, annað blogg.
Og fréttir líka, ég er búin að kaupa mér miða til Íslands. Kem heim 19. ágúst og fer aftur út 30. september jejjejjej.

en eitt fyndið sem ég verð að segja ykkru sem gleymdist að skrifa síðast.
Á föstudagskvöldið gerði ég soldið sem er bannað, ég sofnaði í strætó. Var á leiðinni heim frá Brixton, hafði farið út að dansa. Þetta var löng vika og ég var þreytt, fór heim á undan öllum hinum en náði ekki að halda mér vakandi þetta korter sem tekur að taka strætó heim. Mín vaknaði á endastöð í New Addington sem ég hafði ekki einusinni heyrt um áður. Ekki nóg með að ég hefði sofið heldur var strákur þarna líka sem hafði sofið yfir sig líka og hvorugt vissi hvar við vorum. Komust samt að því eftir að hafa talað við bílstjórann sem var indælis kona að hún færi aftur til baka eftir korter. Haha týpiskt ég og nú var bara að halda sér vakandi í 45 mín að komast til baka. Og það tókst í þetta skiptið. En ég meina það ég endaði útí sveit, þetta var sveitalegra en Hveragerði(næstum því). En fá og með þessum föstudegi ef ég er þreytt í strætó þá stilli ég bara klukku á ca.tímanum sem það tekur að taka strætóinn.
Já ný hrakfalla saga.

|

sunnudagur, júní 10, 2007

Jæja er ekki löngu kominn tími til að blogga...

Jæja síðan ég bloggaði síðast hefur margt og mikið gerst. Tölvan mín dó og var send heim í uppskurð og svo jörðuð. Það sem fannst í uppskurðinum var heill harður diskur sem bíður á íslandi á reyndar far til London um næstu helgi. Hlakka mikið til að fá alla tónlistina og myndirnar mínar aftur.´
Skrapp til Frakklands um daginn að heimsækja afa og ömmu í íbúðina þeirra. Þvílikur lúxus þar. Þau vildu endilega borga flugmiðann minn en þegar ég kom þá ákváðu þau að þau skyldu bara versla á mig föt upp í flugmiðann. fórum út um allt að skoða og borðuðum ofsa fínan mat, skelfisk og meira. Hefði alveg viljað vera pínulítið lengur en get það vonandi næst. Takk fyrir mig afi og amma.
Nú er ég búin í öllum Tímum í skólanum fyrir þeta árið, á bara eftir að mæta á einn fund og í eitt blaðaviðtal í skólanum og þá er það búið þetta árið og vinnan tekur við. Verð að vinna hjá einkafyrirtæki sem er núna að vinna utan á utanríkisráðuneyti Englands og svo koma fleiri verkefni þegar líður á sumarið.
Er að fara að kaupa flugmiða til Íslands sem fyrst og kem trúlega seinnipart águst og verð út september til að vinna.
jæja ætla að skreppa út í góða veðrið.
chao
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?