<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 10, 2005

Hæ og hó
Nú er allt á fullu í skólanum. Sem betur fer engin próf en nóg að gera, þarf að klára ýmis verkefni fyrir jól. Er næstum búin með öll tréútskurðarverkefnin, þarf bara aðeins að taka til í bakrunninum á laufinu sem ég skar út, mikið að leira í ornament studys, og ég er búin að gylla rammann minn í gyllingar tímanum og á bara eftir að útfæra hann aðeins, kemur á óvart hvað hann lítur vel út.
Nú fer ég bráðum að koma heim. Ætlaði að koma á næsta laugardag en varð að breyta því fram á fimmtudag því Afi Siggi dó á mánudaginn síðasta og mig langar svo að fara í jarðarförina. Það var sárt að heyra að hann væri farinn en ég er ánægð að hann er kominn til ömmu Soffu, sem hann saknaði svo mikið. Þetta er soldið skrítð því þegar ég fór að heimsækja hann í sumar þá var svo gaman. Svo þegar ég kvaddi hann fanst mér að það yrði í síðasta skipti sem ég myndi sjá hann svo ég kvaddi hann vel sem mér finnst sértaklega gott að hafa gert núna. Það verður líka gott að koma heim og sjá alla. Ég þarf soldið að stússast áður en ég kem heim. á eftir að kaupa örfáar jólagjafir og að skrifa jólakort. Svo er svo erfitt að þurrka þvott hérna að ég er að reyna að þvo núna en ég býst við því að þurfa að koma með eitthvað óhreint því ég verð að vera í einhverjum fötum áður en fer heim.
Við Freyja fórum til Hull um daginn með íslendingakórnum um daginn. Við sungum í messu og svo var jólaball á eftir þar sem við sungum og dönsuðum í kringum jólatré. Svo var farið á hótelið og auðvitað vorum við Freyja með partý í herberginu okkar bæði fyrir og eftir kvöldmat. Ógeðslega gaman, sungið og sungið og farið í morðingja leikin og svo sungum við líka Faðir Abraham af fullum krafti. Brjálað stuð.
Svo er jólapartý hjá skólanum á næsta þriðjudag. þaðverður vonandi mjög gaman, býst ekki við öðru því það er svo skemmtilegt fólk í skólanum mínum.
Fór út að borða í gær með Dan (stonecarving) og systir hans. Hitti þau á pubbnum eftir skóla ásamt öllum hinum úr skólanum og þau buðu mér að koma með þar sem ég á heima svo rétt hjá og þau ætluðu á Pizza Express sem er enþá nær íbúðinni minni. Það var rosa næs og fyndið því ég hef ekki fundið svona systkynadæmi síðan ég kom hingað. Það er svipað langt á milli þeirra og mín og Stebba. Ótrúlega fyndið að sjá hvað stóru bræður eru verndandi...
Jæja sé ykku öll bráðum
kv. Sóla

|

fimmtudagur, desember 08, 2005

Your results:
You are Wonder Woman
Wonder Woman

87%
Green Lantern

80%
Supergirl

72%
Superman

70%
Catwoman

65%
Robin

62%
Spider-Man

60%
Hulk

60%
Iron Man

55%
The Flash

50%
Batman

40%
You are a beautiful princess
with great strength of character.
http://www.seabreezecomputers.com/superhero/pics/wonderwoman.jpg">
%20HREF="

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?