<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 22, 2005

Brjálað ammælis/gúddbæ partý

Já ég hélt 25 ára ammælis/gúddbæ partý á laugardaginn. Bauð vinunum í bjór og meðlæti með opnu grilli. það var brjálað stuð og allir í gúddý fíling jafnvel þó ég hafi ekki átt afmæli. Það er ekki fyrr en í lok október. Það var drukkið, farið í I´ve never ever og actionary. Síðan var biðröð á fimmstjörnu klósettinu þar sem fólk hafði orð á því að það vantaði bara þjónana til að þurrka manni á eftir. Við brenndum popp og einn datt á gasgrillið. Hann fór reyndar heim strax eftir það, var búinn að fá nóg að drekka það kvöldið.
Stelpurnar komu með skemmtilega mynd sem þær höfðu sett saman úr fullt af gömlum skrítnum og skemmtilegum myndum af mér og þeim.

Núna finnst mér ég alveg vera að fara út. það eru í rauninni ekki nema þrjár og hálf vika þangað til ég flyt. og ég er núna að gera ýmislegt sem verður að gera fyrir þann tíma eins og borga skólagjöldin og fá mér námsmanna debetkort og fleira.

Á morgun ætla ég svo að fara í mat til Stebba og Jónu. Stebbi er bara á landinu í fjóra daga, svo ég er að fara að kveðja hann á morgun því ég hitti hann ekki aftur fyrr en um jólin.

ætla að grubbla eitthvað á netinu
chao
Sóla

|

mánudagur, ágúst 15, 2005

Bara mánuður í útflutning og mjög skrítin helgi...

Í dag er akkúrat mánuður þangað til ég flyt út. Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið því tíminn er svo fljótur að líða. Á laugardaginn ætla ég að halda gúddbæpartý og mig langaði að bjóða svo mörgum að ég varð að skera niður af listanum. Hef því miður ekki efni á að bjóða öllum sem mig langar til að bjóða. Sorrý þið sem hafið ekki fengið boðskort en ég reyni að hitta ykkur síðar.

Rakel kom til mín á föstudagskvöldið og var svo rosagóð að klippa mig. Ég verð náttúrulega að vera sæt í partýinu mínu. Svo fór ég á Oliver að hitta Sæunni vinkonu sem ég hef ekki hitt í eitt og hálft á eða eitthvað svoleiðis. Það var rosa gaman að rifja upp þegar við hittumst síðast og líka kjafta um allt sem er búið aðgerast síðan þá. En nota bene ég var komin heim uppúr þrjú. Ég Sólveig Jónsdóttir sem kemur aldrei heim fyrr en í fyrstalagi sex.
Jæja á laugardeginu fór ég svo að farða fyrir brúðkaupið hennar Elvu, vinkonu hennar Soffíu Helgu frænku. Það gekk allt vel og ég málaði fimm stykki gellur fyrir brúðkaupið og auðvitað var brúðurin aðeins of sein, en það á auðvitað að vera þannig.
Fór svo að hitta skemmtinefndargellurnar + Helgu, heima hjá Díönu. Vorum allar búnar að velja okkur rétt á Ruby Tuesday á just-eat.is en greyið Díana fokkaði þessu eitthvað í tölvunni svo að það var skráð að þetta yrði sótt en við vildum fá sent. Svo þegar við hringdum að tékka á þessu var maturinn löngu tilbúinn og honum var skutlað til okkar. Við vorum reyndar allar svo svangar að við átum hlandvolgan matinn og meira að segja köldu franskarnar með bestu lyst upp til agna. Þar sem Díana og Lísa eru miklu eldri en við Helga hafði mig grunað að þetta djamm yrði eitthvað öðruvísi en mín venjulegu Hressódjömm eða bar 11, Sirkus, Kaffibarinn djömmin. Við höfðum það næs þarna heima og svo var ákveðið að skella sér á djammið. Fyrst vildu stelpurnar fara á Milljónamæringana á Broadway en ég tímdi sko ekki að borga 2000 kall þar sem ég var viss um að ég myndi ekki fíla mig. Þá langaði þær að fara á Players á Á móti sól. Ok ég var alveg til í það en þegar við komum á staðinn voru Sigga og Örvar að spila og við snérum nú bara við í dyrunum og héldum niðrí bæ. Fórum á Rex og mér til mikillar furðu fílaði ég mig alveg ágætlega þar því einhverra hluta vegna þekkti ég ótrúlega marga þarna inni og tónlistin var bara alveg ágæt djammtónlist. Ég var bara komin í fíling og mig farið að langa á barinn þegar þær ákváðu að vilja fara á Thorvaldsen bar. Það er sko ekki uppáhalds staðurinn minn. Við Helga eltum þær samt í röðina á Thorvaldsen en gáfumst upp eftir að hafa beðið í tíu mínútur í minnsta lagi. Skildum þær eftir í röðinni og fórum heim. Og annað hvöldið í röð, ég komin heim um þrjúleytið. Ég meinaða hvað er eiginlega að ske. Er ekki einusinni orðin 25 ára og ég hef minna úthald en sextug kona.

Fór svo í gær til mömmu og pabba til að reyna að taka eitthvað til svo þau þurfi ekki að sjá um allt fyrir ammælið og gúddbæ partýið.

Sjáumst seinna

Sóla

|

mánudagur, ágúst 08, 2005

Byrjuð að vinna og Gay Pride

Byrjaði að vinna á föstudaginn síðasta. Mér fannst eiginlega bara gott að koma aftur, mér finnst 2 vikur bara fínn tími til að taka frí. Lengri tími er eiginlega bara of mikið. Vann á bæði föstudag og laugardag. Eftir vinnu á laugardag elti ég gay pride skrúðgönguna niður laugarveginn og hitti stelpurnar þar. Kíktum á nokkur skemmtiatriði og fengum okkur svo að borða á pizza hut og brunuðum svo uppí kópavog í íbúðina sem foreldran hennar Ástu eru að fara að flytja í. Þar var smá party. Skrítnasta partý sem ég hef farið í. Fólk byrjaði á því að leggja sig og svo voru allri ótrúlega lengi að koma sér í stuð. Fórum svo niðrí bæ á Nasa þar sem Páll Óskar var dj. Auðvitað var brjálað stuð þar og á endanum of mikið því það var svo mikið af fólki að maður var næstum því troðin niður. Ég var allavegana ekki nógu full til að fíla það. Fór þá að hitta Fanneyju á Kaffibarnum þar sem barþjónninn var heyrnarlaus og fæturnir mínir voru notaðir sem gólfmotta eða dregill. En hey ég fékk að sitja í rauða trúnó sófanum mínum og hlusta á Fanneyju tala meira en ég í fyrsta skipti. Það er sko ómetanlegt. Fanney talaði líka alla leiðina heim og þvílíkt bull og vitleysa ég var í vandræðum með að halda niðri í mér andanum. Kom semsagt heim úr vinnunni um 4 leytið um nóttina.

Já gleymdi að segja að Jóna og stelpurnar eru fluttar á klakann gaman að sjá þær aftur. Stebbi kemur seinna, ég rétt fæ að sjá hann.

chao Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?