<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 25, 2005

Ny flutt til London

Buin ad vera i London i ruma viku nuna. Vid Freyja fluttum inn i ibudina okkar a fostudagskvoldid. Erum rosa anaegdar med hana fyrir utan ad hun atti ad vera alveg hrein thegar vid flyttum inn, og meira ad segja thrifin af professional cleaning, en hun var svo drullu skitug ad vid erum entha ad thrifa. Bara bunar med eldhusid sem var ogedslegt og svo var rosa mikil svona sterk indversk lykt inni i ibudinni thar sem konan sem a ibudina er indversk erum ad reyna ad thrifa lyktina ut.

Allavegana tha vorum vid a farfuglaheimili i Paddington thangad til vid fluttum. Attum bokad i fjorar naetur thegar vid komum. Forum strax a fostudeginum ad skoda ibud sem vid akvadum svo ad taka thvi okkur leist svo vel a hana. Stelpan sem sa um okkar mal a leigumidluninni sagdi ad vid gaetum kannski flutt inn a thridjudag eda midvikudag. Thannig ad vid framlengdum dvolina a gistiheimilinu um tvo daga. Svo lentum vid i svaka veseni med thessa stelpu sem var abyggilega ny byrjud thvi hun vissi ekkert hvad hun var ad gera og var mjog odugleg ad thrysta a ad allt gengi i gegn. Thannig ad vid thurftum ad framlengja dvolina alltaf bara dag og dag i einu og tjekka okkur ut a morgnana og inn a kv0ldin. Vorum bara med toskurnar okkar i geymslu til ad thurfa ekki ad bera thaer upp og nidur aftur og aftur. Profudum ad sofa i thremur mismunandi herbergjum a gistiheimilinu og vorum bunar ad gista a ollum haedunum nema 3. haed. Vid vorum svo bara ad rafa um goturnar ad finna okkur eitthvad ad gera a daginn og thurftum alltaf ad borda a einhverjum stodum.

En nu erum vid fluttar inn sem er frabaert, eg byrja i skolanum eftir viku. a morgun aetlum vid ad ganga fra gas,hita, vatns og sima malum. Eg sendi ollum tolvupost med ollum upplysingum thegar thad er buid.
byd ad heilsa ykkur
chao
Sola

|

þriðjudagur, september 06, 2005

Meiri óhappasögur: fæðingablettir, ofnæmi, þumalputtinn, osturinn og hnífurinn...

Já ég hef ekki bloggað mikið undanfarið en ég er hinsvegar búin að fera að safna óhappa sögum:

Fór í blettaskoðun hjá húðsjúkdómalækni. Læknirinn fann fimm bletti sem hún vildi taka og ég panntaði hjá henni nýjan tíma í það. Var ekki mjög gáfuð þegar ég valdi tímann en hann hentaði mér samt best. Þ.e. klukkutíma áður en ég átti að mæta í vinnuna. Mætti semsagt með risa plástur á hökunni og annan á hálsinum og allir kúnnarnir sem ég fékk þann daginn héldu að ég hefði lent í einhverju slysi því ég var hölt líka því það voru líka teknir blettir af báðum iljunum og var með blóðbletti í sokkonum og allt voða girnó. Það var samt ekki mesta óheppnin því ég gleymdi að fræða læknin um það að ég hefði tilhnegingu til að fá ofnæmi fyrir plástrum. Fékk semsagt svaka ofnæmi undan plástrinum á hálsinum með blöðrum og öllu og svo rifnaði ofanaf öllu þegar ég tók plásturinn af. Fæ semsagt rosa ör eftir ofnæmið en nánast ekkert eftir fæðingarblettinn. Svo bar ég svo mikið aloa vera gel á þetta að hrúðrið var allt grænt og Sigrún og Fanney kölluðu þetta myglublettinn minn.

Fór á tónleika á föstudaginn. Franz Ferdinand. Geðveikir tónleikar og rosalega skemmtilegir. Ég þurftir samt að gera mig að fífli og prófa að skauta á tónleikagólfinu. Var að flýta mér á klóstið því ég mátti ekki missa af neinu á þessum frábæru tónleikum. Var ekki að horfa niður fyrir fæturnar og steig á glas sem lá á hliðinni sem fór að rúlla, og ég með því. Hræðileg sjón ábyggilega. leit út fyrir að vera að reyna að tækla mann á fótboltavelli. Var hinsvegar fljót að standa upp og halda áfram og passaði mig að labba rólega til baka.

Toppaði svo allt í dag. Kom þreytt heim úr vinnunni og ætlaði bara að fá mér samloku í ristapoka í matinn. Þar sem Sigrún er flutt tók hún ostaskerann sinn með sér og við erum ekki búnar að fá okkur nýjann. Þá þurfti ég að skera ostinn með hníf. Fann mér góðann og beyttan steikar hníf og fór að skera. Var næstum búin að skera nóg ost þegar hnífurinn skrikaði þegar ég var akkúrat að skera í áttina að mér. Reyndi semsagt að fá mér Þumalfingurssamloku. Er reyndar viss um að ég hafi borðað flipann sem ég skar úr fingrinum á mér því ég get ekki fundið hann. Trúlega lenti hann á samlokunni eða eitthvað álíka. Eyddi kvöldinu semsagt á læknavaktinni í staðinn fyrir að pakka ofaní kassa.


Fattaði í dag að það eru bara vika og tveir dagar þangað til ég flyt til london.
Ein geðveikt spennt
Chao
Sóla óheillakráka

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?