<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNG helgi...

Jebb helgin var soldið löng. Ég bloggaði síðast á laugardaginn og síðan þá er ég búin að vera ógeðslega bissý. Á laugardagskvöldið þá fór ég í kvikmynda- og kveðju partý heima hjá Somang. Ekkert smá flottar veitingar og veigar. Alltaf rosa gaman í partýjum þar því það er svo mikið af fólki en því miður er Sebastian að flytja aftur heim til Frakklands. Við horfðum á Rocky Horror Picture Show og það voru sumir sem sungu og dönsuðu með, rosa stuð. Svo horfðum við á Texas Chainsaw massacre. Þetta var rosa stuð. Sunnudagurinn byrjaði snemma. Fór í brunch heim til Matt's og Sarang um tólf leytið og svo var haldið niðrí Clapham Common á Get Loaded festivalið þar sem við sáum fullt af frábærum hljómsveitum, t.d. De la Sol, The Cuban Brothers, The Challets, Badly Drawn boy, Goldie, Graham Coxton, The Buzzcocks og fullt af fleirum góðum böndum. Alveg æðisleg hátíð. Þegar þetta var allt búið héldum við Somang uppeftir til Kings Cross á Cross Central hátíðina að hitta Brant, Zoe, Waz, James og fleiri. Þar var risa hátíð á afmörkuðu svæði, fullt af klúbbum og við dönsuðum til hálf fjögur um nóttina. Var á ferð og flug í allt að 16 tíma. Ótrúlega frábær dagur og nótt. Var reyndar svo rennandi blaut eftir alla rigninguna þegar ég kom heim að ég varð að hátta mig alveg oní rúm, sem var mjög gott eftir næstum 1 1/2 tíma ferðalag heim.
Í gær fórum við Freyja svo að sjá Notting Hill Carnival. Mér fannst margt þar mjög flott og skemmtilegt en svo datt þetta alltaf niður öðru hvoru einhvernvegin. Mér fannst það soldið skrítð þannig að ég varð fyrir smá vonbrygðum með það.
Þessi vika er semsagt stutt og nóg að gera. Á morgun er ég að fara til Sarang í Sihatsu og á fimmtudaginn er mamma og systir hennar Freyju að koma að sækja hana. Svo á morgun þá kemst ég að því hvort við förum í útilegu um næstu helgi eða ekki.

jæja ég bið bara rosalega vel að heilsa öllum.
ciao

|

laugardagur, ágúst 26, 2006

Jæja er ekki kominn tími til að blogga pæja...

well, loksins loksins ég hélt ég myndi kannski aldrei nenna að blogga aftur en í dag fann ég mér góða stund til þess. Var að spá í að skrifa bara If you don't see new blog today I'm busy. Nei en það er samt ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað fyrr. Sumarið hefur hreinlega þotið áfram. Fullt að gera í vinnunni og bara mjög gaman, erum búnar að fá að gera mikið af lime vinnu, sem mér finnst mjög skemmtileg. Fyrir utan vinnu er líka búið að vera mikið að gera, eitthvað í gangi hverja helgi þó það sé ekki endilega planað. Um síðustu helgi fórum við Freyja út að djamma og við hittum Abel svona surprise og svo textaði Clem mér um að koma á annan klúbb sem mig langaði mikið að fara á svo ég ákvað að skilja Freyju eftir hjá Abel. Var samt með smá samviskubit yfir því og var í sotlu sms sambandi við hana og ég hafði ekki heldur góða tilfinningu fyrir því að allt væri í lagi hjá henni. Svo fékk ég text frá henni um að hún væri að fara heim núna og ég vissi að ég þyrftir að fara heim því það væri ekki allt í lagi. Þegar ég kom heim þá var hún ný komin heim og búin að vera ælandi alla leiðina heim frá strætóinum og hún gat varla staðið í lappirnar. Við höldum að það hafi einhver laumað einhverju í drykkinn hennar því hún var ekki búin að drekka það mikið að hún ætti að vera í þessu ástandi. Svo var hún líka svo rosalega veik daginn eftir að ég hef ekki séð annað eins. Ekki einusinni Sigrúnu þegar hún er sem verst. En hún er í góðu lagi núna.
Þessi helgi er frekar bissý nema akkúrat núna. Þessi helgi er svipurð og verslunarmannahelgin er heima. Þannig það er fullt af tónlistarhátíðum útum allt. Brant er í heimsókn í London þessa helgi fyrir hátíð sem við förum á á Sunnudaginn með fullt af fólki. Hann kom á fimmtudaginn og við fórum í Ritzy og fengum okkur að borða og fórum svo í bíó að sjá A Scanner Darkly sem var mjög góð. Fórum svo í gær að hitta vini hans sem við förum með á sunnudaginn. Í kvöld ætla ég svo að fara að heimsækja Somang því hún og krakkarnir sem hún legir með eru búin að leigja sýningarvél og það verður bíó heima hjá þeim í kvöld. Einhver hrillingsmynd veit ekki alveg hvaða en þetta verður mjög skemmtilegt. Brant er svo klár að hann gistir á sem flestum stöðum svo hann geti eytt einhverjum tíma með þeim sem hann langar að hitta almennilega, svo hann gistir þar í nótt og svo hjá Zoe á sunnudaginn, mjög sniðugt. Ég þarf kannski bara að gera þetta þannig næst þegar ég kem heim. En allavegana þá á morgun, sunnudag, þá er ég að fara á tvær hátíðir. Fer á get loaded með Somang og fullt af fólki og svo fer ég og Somang og hittum Brant og hina og förum á aðra hátíð með þeim, bara alveg nóg að gera. Svo er Notting Hill Carnival á mánudaginn þannig að mig langar mikið á það en við verðum bara að sjá hvernig heilsan er.

Freyja er að flytja heim um næstu helgi. Ég á eftir að sakna hennar mikið en Hrafnhildur vinkona hennar er að flytja hingað frá Íslandi og hún ætlar að koma að leigja með mér. Við ætlum svo að finna aðra ódýrari íbúð og kannski með einum í viðbót, kannski Somang. Þannig það eru miklar breytingar framundan.
Jæja bið að heilsa ykkur öllum
ciao
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?