<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 18, 2006

Skrítn upplifun

Ég bara verð að segja ykkur. Ég og freyja fórum í Brixton Market í morgun til að kaupa í matinn og að kaupa UBS kapal svo við getum nota nýja tryllitækið okkar, prentara, skanna og ljósritunarvélina okkar. Það er svosem ekkert merkilegt en þegar við vorum í uppáhalds grænmetisbásnum okkar og vorum að skoða sætar kartöflur þá heyrðum við í gamalli rödd sem sagði hressilega á ensku sko: Nei nei ekki kaupa þessar þær verða bara að mauki. Ég leit upp og ég sá bara ömmu Siggu nema bara svört. Það voru sko tvær týpur af sætum kartöflum þarna og hún sagði að önnur týpan væri miklu betri og ódýrari og þær kæmu frá Barbados og að svarta fólkið keypti sko alltaf svoleiðis og þær væru sko miklu betri. Það er líka svo skrítið, hún talaði og hreyfði sig alveg eins og amma Sigga og andlitsdrættirnir voru mjög svipaðir og það sem hún var að segja væri alveg týpískt fyrir ömmu Siggu að segja. Eini munurinn var að þessi kona var Svört.
Mér fannst þetta svo merkilegt að ég varð bara að fara heim að blogga um þetta.
bið bara að heilsa ykkur
kv. Sólveig

|

föstudagur, febrúar 17, 2006

Ég var víst klukkuð og ég geri þetta bara einu sinni og ég hef oft verið klukkuð áður en aldrei gert neitt svo here it comes:

4. Vinnur: Ölfusborgir, Íslandspóstur, snyrtistofur og Stoðverk
4 bíómyndir: Brokedown Mountain, La vita e bella, Auberge espaniol, Amelie og svo eru svo miklu miklu fleiri. Þetta er bara brot af því sem mig langaði að telja upp
4 staðir sem ég hef búið á: Hveragerði, úthverfi Reykjavíkur (2 staðir), miðbær Reykjavíkur(3 staðir) og London
4 sjónvarpsþættir sem ég horfi mikið á: Fylgist ekki það mikið með sjónvarpi horfi bara á það þegar mér dettur í hug en það sem mér dettur í hug er Desperate Houswifes, Supernatural, Friends og heima á íslandi fannst mér Dead like me skemmtilegt
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Ok ég geri eins og sigrún og segi staðina sem ég hef farið oftast til Danmörk, Svíþjóð, Spánn, þýskaland( fór oftast í gegnum það í interrail ferðinni) og mörg mörg önnur lönd
4 síður sem ég skoða á hverjum degi: bæði mailin mín, blogg hringurinn, google,
4 matrakyns sem ég held mikið upp á: mexikanskur matur, kjúklingur, súkkulaði og grænmetis ofnréttur
4. staðir sem ég myndi vilja vera á núna: Heitara land, Ísland, ítalía, og annað heitara land
4 sem ég ætla að klukka eru:Rakel, Guðný, Svana og Helga

|
Ritgerð, British Museum og Nights at the Circus..

Hæ og hó Sorrý að ég hef ekki skrifað lengi. Hef ekki beint haft mikinn tíma. Er að skrifa ritgerð í lista- og arkitektasögu valdi mér tvo vasa til að skrifa um, Fallegann blómavasa í art nouveau stíl eftir William Moorcroft og svo eftirmynd Portlands vasans eftir Wedgewood. Mjög spennandi. Við áttum að velja hluti sem við gætum farið og skoðað og tekið myndir eða teiknað. Mínir vasar voru báðir í Victoria & Albert Museum í Ceramic galleryinu sem er bara opið einu sinni í mánuði og maður þarf að panta tíma til að fara og skoða. Maður verður að koma með passann sinn og staðfestingu á heimilisfangi svo það sé örugglega þú sjálfur sem er að koma. Svo má maður ekki fara með neitt inn nema teikniblokk og blýjant. Mjög spennandi. Ég hafði bara klukkutíma því það er takmarkaður tími sem maður má vera þarna inni líka en ég náði að teikna þrjár skissur.
Fór í klippingu á miðvikudaginn og er barasta mjög ánægð. Þegar ég var á leiðinni út þaðan fékk ég símtal og mér var boðið í mat. Mamma hennar Clem var í bænum svo hún bauð okkur í mat á veitingastað við Sloan Squere og hún bauð okkur í þriggjarétta máltíð æðislegt maður segir ekki nei við því. Svo tók ég skrifpásu í gær og fór í leikhús að sjá Nights at the Circus eftir Angelu Carter. Rosalega gott leikrit, mig langaði ekki að það væri búið í restina. Svo var íslenskur leikari í því. Gísli Örn Garðarsson, sem var í Rómeo og Júlíu í Vesturporti. Hann var auðvitað mjög góður og allir hinir leikararnir líka. Svo notfærðu þau hann sér aðeins til að kenna sér loftfimleika.

Já ég er búin að vera að vinna í British Museum alla vikuna líka Mjög gaman. Til að komast inn í herbergið sem við vorum að vinna í þurfti maður að fara í gegnum leynidyr sem litu út eins og bókahilla inni í einum sýningarsalnum. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á fólkinu þegar það sá mann koma út og inn um dyrnar. Mjög fyndið. Við vorum að taka upp úr kössum og raða í skápa og skrá allt sem við tókum upp. Það kom mér á óvart hvað þetta var skemmtilegt því það var svo gaman að sjá hvað kom uppúr kössunum. Þetta minnti mig soldið á þegar við fórum í fjársjóðsleytirnar uppá háalofti með mömmu og pabba í gamladaga.

Jæja ætla að fara snúa mér aftur að skriftum. Bið að heilsa ykkur öllum
Chao
Sóla

|

sunnudagur, febrúar 12, 2006

You Are Scary
You even scare scary people sometimes!
How Scary Are You?

|
The Cure Shares Your Taste in Music
See their whole playlist here (iTunes required)
Which Musician (or Group) Shares Your Taste in Music?

|
Congratulations, Sólveig!Your IQ score is 127

This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Precision Processor. This means you're exceptionally good at discovering quick solutions to problems, especially ones that involve math or logic. You're also resourceful and able to think on your feet.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?