<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 05, 2008

Halló halló

Blogg? Hvað er það?
hehehe...
Já soldið langt síðan síðast. Það er svona þegar það er mikið að gera og þegar maður er ekki að gera eitthvað, þá er maður bara svo þreyttur að maður nennir engu og sérstaklega ekki að fara að blogga eitthvað.
Allavegana, Það er allt ágætt að frétta af mér. Ég er búin að skila lokaritgerðinni sem fjallaði um litarefni sem voru notuð á útskorna muni á Íslandi á 17. og 18. öld, fegin að það er búið. Það er samt enþá nóg að gera í skólanum þar sem það þarf að klára munina þrjá sem ég er búin að vera að vinna með. Þarf að skila öllum skýrslum 30. maí.
Er búin að vera í mikilli vinnuleit líka. Mig langar að finna mér vinnu í forvörslu og mig langar líka soldið að vera hér í Englandi pínulítið lengur. Mig langar líka pínu á koma heim til Íslands eða jafnvel fara einhvert annað í Evrópu að vinna. Það eru svo margar ákvarðanir að taka. Svo væri frábært að koma heim til fjölskyldunnar og vina en erfitt að skilja alla vinina eftir hér og margir hafa hreinlega bannað mér að fara. En ég verð bara að sjá til
Það er smá möguleiki á vinnu á Íslandi í sumar og kannski í haust en ég er að bíða eftir meiri upplýsingum og þegar ég fæ þær þarf ég að ákveða hvað ég ætla að gera.
Er búin að vera dugleg í partýstandi undanfarinn mánuð og vona að sumarfílingurinn sé að koma í fólk hérna...
Er að fara til Luxemburg um næstu helgi að syngja á tónleikum. Við fáum allt borgað, flug, hótel, mat og allt. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu þar. Hlakka mikið til að sjá nýjan stað en býst ekki við að hafa mikinn tíma til að skoða mig um þar sem við verðum bara eina nótt.
Verð að segja frá einni aulabárðasögu af mér, hún gengur um skólann eins og eldur í sinu. hahaha, talandi um eld, ég var nefnilega buin að vera að vinna með lampa með stækkunar gleri og skaust bara upp á klósettið, þegar ég kom til baka var brunalykt og reykur í herberginu. Þá hafði sólin komið út frá skýjunum á meðan ég var uppi, hún skein í gegnum stækkunarglasið og það var brunablettur á borðinu. Ég var bara heppin að það var ekki einhver pappír eða hlutur undir stækkunargleinu því þá hefði ég kveikt í skólanum. hehe, ekki gott, ferillinn væri farinn áður en hann hefði hafist. hehehe...
Jæja nóg í bili
bið að heilsa ykkur öllum
kossar og knús
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?