<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 31, 2006

Freyja var sko heppin í dag...

Hæ og hó
Um daginn fékk ég styrk fyrir skólagjöldum í skólann minn. Ég er að reyna að vera sniðug og spara peninginn inni á sparnaðar reikningi hér í útlandinu. Fyrst tók það klukkutíma í bankanum að koma því í gegn að fá allar upplýsingar, fylla út eyðublað og svo framvegis. Svo þurfti ég að bíða í nokkra daga og bíða eftir bréfi sem segði mér að það væri búið að opna sparnaðarreikning í mínu nafni og númerið á honum. Svo var brjálað að gera hjá mér í skólanum að ég komst aldrei í bankann. Fór svo í dag og ætlaði að leggja peninginn minn inn á sparnaðareikninginn minn. En neeiii. Það var ekki svo auðvitað var meira en að segja það því ég vildi setja nóg fyrir næstu leigu inn á venjulega reikninginn minn. Ég byrjaði á að fara í röð til gjaldkera til að spyrja hana hvernig ég snéri mér nú í þessu. Hún sagði mér að leggja allt inn á venjulega reikninginn minn og millifæra svo yfir á hinn það sem ég vildi hafa á sparnaðarreikningnum. En fyrst þyrfti ég að fara og finna svona eyðublað sem maður þurfti alltaf að nota í bönkunum í gamladaga til að leggja inn. Svo ég fór og gerði það og þurfti svo að fara aftur í röðina hjá gjaldkerunum. Þá lenti ég hjá annari konu og hún tók við þessu öllu og lagði peninginn inn á reikninginn minn, btw. ávísunin var í dollurum en ekki pundum. Svo bað ég hana um að millifæra en þá var það ekki hægt því það tekur svo langan tíma að vera viss um að það að peningurinn fari inn á reikninginn minn því ávísunin var útlensk. Svo ég þarf að bíða þangað til á morgun til að fara að millifæra í bankanum þannig að peningurinn fari loksins inn á sparnaðarreikninginn minn. Arrrrggggg!!!!!!!!! Svo þegar ég kom út úr bankanum var ég í brjáluðu skapi og fann hjá mér mikla þörf til að nöldra, svo ég hringdi í Freyju en hún svaraði ekki í ,símann sinn. Heppin Freyja að þurfa ekki að hlusta á nöldrið í mér þegar ég er í brjáluðu skapi ;)

Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?