<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 07, 2005

Sumarfrí og Peningar

Já ég er í sumarfríi núna og er búin að vera dugleg að njóta þess í dag og í gær. Annars hef ég verið mikið til að hjálpa Sigrúnu að flytja því ég verp nú að vera góða litla systir þar sem ég fæ að vera hjá henni þegar ég missi mína íbúð.
Byrjaði í sumar fríinu kl: þrjú á laugardaginn og vitiði hvað ég byrjaði á að gera. Ég labbaði alla leið niðrá granda til Sigrúnar svo ég gæti farið að hjálpa henni. Það tók ekki nema svona þrjú korter að labba allaleiðina. það er fínt að vita hversu langan tíma það tekur þar sem ég er að hugsa um að hjóla kannski í vinnuna þegar ég flyt þarna niðreftir.

Í gær fékk ég svo mjög skemmtilegt bréf í póstinum sem sagði að ég fékk styrk frá Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Heilar 250.000. krónur. ég er ekkert smá glöð ég er allavegana komin þá með þann pening og þarf bara að safna ca. 650.000 krónum í viðbót til að geta borgað skólagjöldin. Hálfnað verk þá hafið er.... var það annars ekki einhvernvegin svoleiðis. ég er ekkert rosalega góð í svona orðatiltækjum eða málsháttum og svoleiðis.

Á föstudaginn fór ég að sjá Múlan Rús í Loftkastalanum. Þetta er uppsetning FG og þetta heppnaðist bara rosalega vel hjá þeim. Rosalega gott show. Ef ég á að segja eins og er þá var ég ekki að búast við neinu rosalegu en svo var þetta bara mjög skemmtilegt hjáþeim. Eitt atriðið var meira að segja svo fyndið að ég var hlæjandi fram í hálft næsta atriði sem var reyndar mjög sorglegt. En þegar eitthvað er svona fyndið er bara ekki alltaf hægt að hætta að hlæja bara svona 1,2 og 10. Allavegana þá mæli ég eindregið með þessu stykki og mér þætti mjög skemmtilegt ef eitthvað af stóru leikhúsunum myndi setja þetta upp einhverntíma.

Horfði á The Grudge áðan með Rakel. Verð að viðurkenna að þetta er í fyrstaskipti í mörg ár sem ég öskra þegar ég horfi á mynd. Ég var samt ábyggilega ekki hrædd á stöðunum þar sem bandaríkjamenninrnir verða hræddir því þau atriði eru alltaf svo ýkt og gerfileg. Það eru atriðin þar sem manni finnst að þau gætu komið fyrir mann sem maður verður hræddur, eðlilegu atriðin sem eru svona leynicreepy. Með betri hrillingsmyndum sem ég hef séð ekki mikið af atriðum þar sem maður endar í hláturskasti yfir hallærislegheitum.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?