<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 30, 2004


Idolið
hæ hæ jæja nú er ég búin að prófa að fara í Idol stjörnuleit. Það fór nú barasta öll helgin í þetta hjá mér. Mætti kl: 8:30 á laugardagsmorgunin á hótel Loftleiðir með Svönu. Þar fengum við númer og þurftum að bíða ekki svo lengi, söng um kl: 12:00. Gekk vel og komst áfram og Svana líka. Þá svindluðum við okkur framfyrir í viðtalaröðinni og fengum nánast strax viðtal sv0 við gætum tekið þá á sunnudeginum þar sem aðal Idol dómnefndin yrði. Fáránlegar spurningar og ég reyndi að snúa eins mikið útúr þeim og ég gæti.
Allavegana á fór ég aftur á staðinn á sunnunnudaginn kl: 8:30 og með Svönu og Rakel með mér því núna var skylda að hafa vin eða fjölskyldumeðlimi með sér svona til halds og trausts. þá þurftum við að bíða ógeðslega lengi og komumst ekki að fyrr en um hálf fjögur fjögur og þá var dómnefndin bara orðin þreitt og pirruð og nennti ekki neinu lengur. Þá komst ég ekki áfram og ekki Svana heldur. Þetta var svolítið fyndið að bíða allan daginn, reyndar var mjög gaman þarna og skemmtilegt fólk að talavið og syngja með gítarspili og svoleiðis, en fá svo bara ca. mínútu til að syngja og svo kemst maður ekki inn. Á laugardeginum söng ég What´s up með 4 non blondes og svo frank mills úr hárinu á sunnudeginum. Ég held kannski að ég hefði ekki átt að skipta um lag, en það skiptir ekki svo miklu máli núna. En á sunnudeginum hefði ég getað gert miklu betur. Það er heldur ekki eins og ég hafi farið þarna til að vinna, varð bara að prófa. Komst að því að þetta er skemmtilegt en allt of mikill showbissnes og svolítið svona "nylon"...

Er ekki en farin að fara á netið á nýju tölvunni minni því ég er ekki en komin með adsl en ég þarf að fara með Sigrúnu Snorra í símabúð til að fá það.
Flyt til hennar í dag eða á morgun og byrja að vinna á miðvikudaginn og fer fljótlega að byrja í skólanum líka.
Þannig að það eru miklar breytingar framundan og ég er farin að hlakka svolítið til.

Verð að fara að taka til og losa skápinn minn og svoleiðis, er að fara að lána herbergið mitt í óákveðinn tíma

chao Sóla

|

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

I´m alive

Úff þetta er nú bara alveg ótrúlegt hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast bara heill mánuður. Enda er soldið mikið búið að gerast.

Síðast þegar ég bloggaði var ég alltaf að tala um að fara í flugferð með Bobby, Heiðdísi og Baddý en það fór út um þúfur eins og um fyrri daginn. En í staðin fórum við öll nema Heiðdís á Esjuna. Heiðdís gekk reyndar á snæfellsjökul þennan sama dag svo það má segja að hún hafi verið með okkur í anda. En allavegana þá gengum við uppá topp og regla númer 1 var að það var bannað að nota alla göngustiga. vá ég hef sjaldan fengið eins miklar harðsperrur eins og eftir þennan dag.

Svo er ég búin að skrá mig í fjarnám í meistaranámið í Iðnskólanum. Nýta tíman á meðan ég hef hann. Svo keypti ég mér fartölvu í gær. Er reyndar ekki að blogga á hana núna því hún er í hleðslu enþá en kannski blogga á bara á hana á morgun eða hinn í staðinn. kemur í ljós hversu dugleg ég er að setja öll forritin inn í hana.

Um verslunarmannahelgina fór ég hringinn með heilum haug af stelpum og Robba. Þrjú til fjögur stykki í hverjum bíl og það voru þrír bílar. Gistum fyrstu nóttina á Hauganesi úti á túni hjá foreldrum hennar Baddýjar. þar höfðum við næs útilegustemningu með gítaspili og söng. Brunuðum svo fyrst á Akureyri og svo á Neskaupstað á Neistaflug þar sem við vorum restina af helginni. Þar var brjálað stuð farið á papaball og stuðmannaball og djammað feitt. Komumst líka að því hvað hluti austfjarðanna er fallegur þar sem við sáum þá i sól en restina í svartaþoku á suðurleiðinni á leiðinni heim. Svo ég get ekki sagt til hversu fallegir þeir eru. ég benti tildæmis til hægri þegar ég var að skoða vegahandbókina og við keyrðum við rætur búlandstinds, "þarna er búlandstindur" og stelpurnar sögðu bara "ha hvar ég sé ekki neitt". Svoleiðis var það alla leiðina heim í 10 klst. En allir voru ánægðir með ferðina og allir komu samt mjög glaðir heim og ánægðir að komast í þurrt.

Eftir verslunarmannahelgina byrjaði ég í sumarfríi. Sem varð reyndar ekki mikið sumar fri fyrstu tvær vikurnar. ég fékk held ég samtals 4-5 daga frí þessar vikur nema 2 daga sem ég var veik. var semsagt búin að vinna yfirmig og þegar ég loksins slakaði á lagðist ég bara í rúmið. Svo var ég bara í reddingum með vinnu og að taka þátt í tískuteymi sem kemur í tímariti moggans um mánaðarmótin. Ég var að farða Jónu Hrönn Bolladóttir miðborgarprest. Hún var svo sæt og skemmtileg og allt gekk rosalega vel.

Úff er orðin svo´lítið þreitt að skrifa
chao
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?