<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Verkefni og Svín...

Jibbí jibbí....
í dag gerðist hinn merkilegi atburður að ég fór á póstinn og sendi ábyrgðarbréf til danmerkur í Konservatorskolen með verkefninu mínu, fjórum myndum af lödunni hans afa og svo ýtarlega lýsingu á henni líka. Það voru tvær pennaskissur og svo málaði ég tvær myndir. Kom vel út að mínu mati. Núna þarf maður bara að bíða og vona og krossleggja fingurnar.

Vitiði að margir karlmenn eru svín í orðsins fyllstu merkingu. Þegar ég kom í vinnuna í morgun féllust mér hendur, því ég hafði tekið mér frí í þrjá daga og það rann rusl útum alla kaffistofu. Sandur um öll gólf og kaffi korgur og óhreint leirtau. Þegar ég opnað i ruslaskápinn´þá flaut ruslið á móti mér. Það er ekki verið að skipta um poka, nei bara hlaða og hlaða og hlaða ruslinu ofan á stútfulla ruslatunnuna þannig að ég þurfti að gramla í ruslinu til að geta skipt um poka. Mjög geðslegt. ég var næstum búin að öskra. Ég sagði við bossin að ég hlakkaði ekki til að fara í sumarfrí ef þetta liti svona út bara eftir þrjá daga. ég kæmist ekki inn á verkstæðið þegar ég kæmi aftur...

Verð að drífa mig það er sýning í kvöld
Chao Sóla

|

mánudagur, apríl 26, 2004

Frumsýning og verkefni
Já frumsýningin á leikritinu mínu var á laugardaginn og hún heppnaðist bara nokkuð vel. Ég er allavegana ánægð með hvernig mér gekk og það var ekkert áberandi þegar Maggi og Steindór voru að klikka, þeir redduðu sér svo andskoti vel útúr þessu. Það var nú bara pínulítið frumsýninigarpartý niðrí Völundi á eftir en það var bara kósí. Fór svo að spila hjá Sóleyju með Rakel,Ninnu, Andra og Guðrúnu, bara stelpurnar eins og Rakel sagði :)
Önnur sýningin er svo í kvöld og vonandi gengur hún eins vel.

Fékk frí í vinnunni í dag til að vinna í verkefninu fyrir skólann. Er búin að vera soldið dugleg í dag. Er að verða búin að mála aðra myndina og er að fara að klára að leiðrétta skýrsluna. Þetta verður sko að vera almenni legt svo að maður komist inn.
jæja sjáumst
Sólveig

|

laugardagur, apríl 24, 2004

Halló halló í dag á að vera duglegur að vinna í verkefni en ég varð bara að byrja á því að taka þetta próf. Þið getið prófað það líka hér

The Dante's Inferno Test has banished you to the Second Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Very Low
Level 2 (Lustful)Very High
Level 3 (Gluttonous)High
Level 4 (Prodigal and Avaricious)High
Level 5 (Wrathful and Gloomy)High
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Moderate
Level 7 (Violent)Moderate
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Low

Take the Dante Inferno Hell Test

|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar !"!"!!!!!!!!
já sumarið kom í dag með öllu tilheyrandi, fuglasöng, sól og hita.
var úti í allan dag að vinna í verkefninu mínu. Er að teikna upp gömlu löduna hans afa. gengur bara þokkalega. mér finnst þetta samt of stuttur tími. var komin með aðrar hugmyndir sem voru of tímafrekar.
Svo er frumsýning eftir tvo daga sem er soldið skrítið því á æfingunni í dag vantaði helling af proppsi og allt en það hefst auðvitað. en í gær kom ég heim með bólgið auga því ég var barin á æfingu með lögreglu kylfu. það var reyndar alveg óvart og sem beturfer á ég kælipoka í frystinum svo ég náði að kæla það vel þegar ég kom heim að það er ekki svo áberandi í dag en ég er en alveg helaum.
er að fara að skrifa skýrslu um löduna.
en og aftur gleðilegt sumar

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

hæ bara með smá innskot úr vinnunni.
ég fékk nebblega alveg rosalega skemmtilegan póst í gær sem sagði að ég væri komin inn í forval á kunstlinje í skólanum sem mig langar svo í. Ég þarf að skila inn verkefni fyrir 3. maí og svo fæ ég að vita eitthvað seinna hvort ég komist inn.
Ógeðslega spennó. ´´Utskýri betur seinna:)

|

sunnudagur, apríl 18, 2004

jæja nú er bara verið að æfa og æfa og æfa frumsýning á laugardaginn næsta.
fór á djammið í hveró í gær, Ásta átti nebblega afmæli í gær og við gáfum henni súpersex bókina í afmælisgjöf. Þar hitti ég beint í mark því það var legið yfir henni í partýinu. Skelltum okkur svo á snúlla og fórum svo í partý hjá annari Ástu sem er mjög fyndið því það er fólk sem mér hefði ekki dottið í hug að fara í partý hjá en gerði það samt. Þar var rosa fjör og langt síðan ég hef farið á svona djamm í Hveragerði. Baddý kom meira að segja frá reykjavík til að djamma í hveró og skemmti sér konunglega... Svo fengum við okkur köku þegar við komum heim:)

nenni ekki að skrifa meira

|

mánudagur, apríl 12, 2004

hæ hæ og gleðilega páska
Fór á djammið á laugardaginn með gamla genginu allar mætta nema Tinna. Fórum á felix og sólon eins og vanalega og ef þið viljið sjá alla vinkonur mínar síðan í grunnskóla þá erum við allar á solon.is sitjandi þótt ótrulegt sé.

Páskadagur var æðislegur, lá bara fyrir framan sjónvarpið og svaf og horfði á til skiptis frábær letidagur. það er svo gott að horfa á skjá einn þar sem allt er svo heilalaust að það skiptir ekki máli þó maður sofni og missi af. maður getur alltaf opnað augun og hlegið að einhverju.

Vaknaði um tólfleytið í morgun við að Ásta hringdi í mig og dró mig með sér og Guðbrandi í sund. það var rosa gott svo langt síðan síðast.

var að setja inn link á Helgu frænku endilega skoðiði hana

chao Sóla

|

föstudagur, apríl 09, 2004

bold og Sugarbabes
vitiði´hún Sigrún systir er svo góð að hún kenndi mér að gera svona bold stafi eins og hérna fyrir ofan, ég er nebblega svo vitlaus að ég fattaði ekki hvernig það var gert því það er of mikið beint fyrir framan nefið á mér. það er mjög oft svoleiðis hjá mér...
var brjálað stuð á djamminu um síðustu helgi og ég hló endalaust af tomma sem sagði sinidiri.
fór á sugarbabes í gær og var næstum eins og mamman á staðnum. lenti í hargreiðsluleik hjá einhverri stellpu sem var að reyna að la´ta pabba sinn laga á sér hárið. gekk frekar illa hjá honum svo ég reddaði bara málunum.
er búin að nýta þennan langa föstudag mjög vel. er búin að fara á leikæfingu og takasvolítið til og búin að vera góð við afa og ömmu og taka þau í fótsnyrtingu. dagurinn á samt eftir að verða enþá lengri fólk í mat og svo kannski fara á snúlla og djamma smá.
bless í bili

|

föstudagur, apríl 02, 2004

halló halló
Vaaááá maður á ekki að koma fólki á óvart. ég ætlaði að gefa mömmu og pabba miða á deep purple og keypti í forsölu fyrir mastercard korthafa með 20% afslætti. ég semsagt ætlaði að geyma að segja þeim frá þessu fyrr en miðarnir væru komnir heim með pósti. en viti menn mamma keypti miða í dag. þó að pabbi væri búin að lýsa því yfir að hann ætlaði ekki því það kostaði svo mikið. Þannig að ég er trúlega að fara á þessa tónleika sem er alls ekki leiðinlegt en ég ætlaði samt að koma þeim á óvart:)

geri ekkert annað en að æfa leikritið núna og er óvart komin með nokkra frasa á heilann. Sem eru því miður heimskulegir því ég leik heimska hóru. þannig að þessa dagana gæti ég virkað heimsk. ... sem ég er auðvitað ekki...
ætla reyndar að djamma annað kvöld og fara í ammælispartý júhú djamm djamm djamm.

Ásta María er komin heim í páskafríinu og það er rosalega gott að sjá hana og gaman að heyra leiðbeiningar um hvernig á að sjóða hrísgrjón...

tuttelú

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?