<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 22, 2006


|
Afmælispartý

Hæhæ
Já ég hélt uppá afmælið mitt og Sigga vinar míns í gær. Hann er svo nýfluttur til Englands að hann þekkir ekki nógu marga til að halda partý svo ég hélt það bara fyrir hann. Það var rosa gaman. Íbúðin var troðfull af fólki, við vorum um 22 en við vorum búnar að bjóða fleirum en það komast yfirleitt ekki allir. Það var rosa gaman og mjög skemmtileg spjöll í gangi. Eins og hvað er þitt Zeppelin og að eiga lítil sistkyni og ofvernda þau, hvernig á að taka mýs upp, hvað er hægt að elda og búa til úr graskerjum og svo erum við Somang að spá í að stofna nýja stelpuhljómsveit. Við sjáum nú til hvort eitthvað verði úr því, hehe.
Svo hringdi Sigrún líka í mig því hún var á tónleikum hjá eiginmanni mínum, honum Pétri Ben. Hún leyfði mér að hlusta á hann heillengi en svo varð ég bara að skella á hana því maður verður víst að sinna gestunum sínum þegar maður heldur partý. Myndin hérna er einmitt tekin af mér að hlusta á Pétur. Já Sigrún, sorrý að ég svaraði svo ekki smsinu þínu því ég varð bara inneignarlaus, dýrt að senda til útlanda.
Já það var rosa stuð en þessir bretar eru nú soldið lélegir í þessu djammi, því það voru næstum allir farnir fyrir kl: 2. Þá var ég nú bara rétt að komast í stuð, búin að setja maus á og allt ;)
Er búin að komast að því að þegar maður á heima í Englandi þá á maður að halda oft partý því þá þarf maður ekki að kaupa sér áfengi næstu mánuðina. Það koma allir með helling og skilja svo allt eftir og enginn biður um að fá það til baka. Mjög praktískt.

Mamma kemur að heimsækja mig 3. nóv. Ég hlakka mikið til að fá hana til mín. En það er svo margt sem mig langar til að sína henni að ég get ekki ákveðið hvað ég ætla að gera með henni. Svo koma Gunna og Bjössi og Hulda Sóley um miðjan nóvember og ég fæ að fara á lúxus hótel að passa Huldu á meðan þau fara á árshátíð. Ætla sko að lifa lúxus lífi í eitt kvöld.
Á föstudaginn eftir skóla er ég og Hrabba svo að fara að heimsækja Matt og Sarang og skera grasker. Hlakka mikið til og svo ætlum við að gera tilraunir með það sem við skerum innanúr. Gaman gaman. Svo á laugardaginn er alvöru Halloween partý hja Somang á laugardeginum. Allir að mæta með skreytingar og í búningum líka. Hlakka mikið til. Aldrei farið í svoleiðis áður.

jæja nóg í bili
bið að heilsa
Sóla

|

sunnudagur, október 01, 2006





Sigling og meira stuð...

Jæja já soldið síðan síðas. Verð bara að viðurkenna að ég hef einfaldlega ekki nennt að blogga. Ekki það að ég hafi ekki tíma. Búin að vera mikið heima í síðustu viku vegna þess að boilerinn hætti að virka hjá okkur og við vorum ekki með neitt heitt vatn í þrjá daga. Jummí jummí. Þurfti sem sagt að vera heima í símanum að tala við einhverjar skrfstofukellingar hjá Homeserve og svo þurfti að bíða eftir viðgerðarköllum og svoleiðis. Heyrðu vitiði svo hvað gerðist þegar viðgerðakallinn loksins kom. Kallinn kom bara við boilerinn og hann allt í einu virkaði. Það voru engar stillingar rangar hjá okkur eða neitt. Bara vantaði að láta kallinn koma við sig eða eitthvað. Ég varð náttúrulega þvílikt svekkt því við vorum ekki búnar að komast í heita sturtu í þrjá daga, en guð hvað það var gott þegar heita vatnið kom.

Í gær gerði ég svo soldið sem ég hef aldrei gert áður. Ég fór í siglingu á síkjunum í london. Fórum frá Angel lock að Camden Lock. Það var rosa gaman. Ákvað þá að láta gamlan draum rætast næsta sumar ásamt fleiri stelpum. Við ætlum að leigja húsbát og sigla canalana í englandi. Ég hlakka mikið til að gera það. Þá var mér líka bent á að lesa bók sem heitir Three men in a boat
Mamma þú veist kannski hvaða bók þetta er, hún á víst að vera mjög skemmtileg. Svo fór risa stór hópur út að borða á indverskt hlaðborð einhverstaðar á Brick Lane í Austur London. Fór svo og hitti Hröbbu og Sigga á Oxford Street og við áttum hið skemmtilegasta kvöld.

Ekki meira bull í bili
bið að heilsa ykkur
ciao

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?