<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 24, 2004

Guð vitið hvað ég var að fatta. Ég gleymdi alveg að blogga á eins árs blogg afmælinu mínu sem var 11. júní. Glataður einstaklingur eða hvað???
En hvað með það. Á þessu ári er ég búin að ferðast um alla evrópu á lestum og tveimur jafnfljótum svo er ég lítið búin að gera annað en að vinna komamér í fleiri vinnur djamm og auðvitað leika ég get náttlega ekki verið án þess. á þriðjudaginn fór ég meira að segja að láta taka af mér mynd og lét skrá mig í þáttöku í næstu stuðmanna mynd. Svo verður hringt í mig ef þau þarfnast mín og þá verð ég kannski í framhaldinu af með allt á hreinu. Sem er auðvitað svolítið fyndið því þetta var fyrsta myndin sem ég sá í bíó þriggja ára eða eitthvað svoleiðis.

Fyrir utan að vera búin að komamér í fleiri vinnur á árinu er ég ný búin að segja upp í Stoðverk þar sem ég er búin að vera á morgnanna. En tók það fram daginn eftir að ég sagði upp að ég ætlaði að vera áfram í starfsmanna félaginu þar sem þeir ætla til einhverrar borgar(ÚTLANDA) í haust og mér fannst að ég mætti alveg fara með þar sem ég er búin að vera öflugasti félagsmaðurinn í eitt ár og borga í félagið í hverjum mánuði :)
Hætti sem sagt um mánaðarmótin júli águst sem er fínt því þá er ég líka komin í sumarfrí

ER ekkert búin að ákveða hvað verður með framhaldið afþví að ég komst ekki inn í skólann en það fer ábyggilega að koma.

Hlakka mikið til í kvöld því ég er að fara á deep purple tónleikana í höllinni með allri fjölskyldunni. Það verður fjölskyldu "mót" á undan heima hjá Elísabetu og Gunna og svo verður brunað á tónleikana. thíhí hí...

Ein spennt Sóla

|

mánudagur, júní 21, 2004

Hræðileg vonbrigði

Í dag varð ég fyrir hræðilegum vonbrigðum ég fékk nei frá skólanum sem mig langaði svo rosalega mikið í í Köben. Svo ég er ekki að flytja til útlanda eins og stendur en það er ekkert til að gráta yfir eða fara í fýlu ég sækji bara um á næsta ári í einhverja aðra skóla og eitthvað svoleiðis. Maður á sko aldrei að gefast upp það er alveg hreinu. bara að líta á björtu hliðarnar. ég er allavegana það góð að ég komst í gegnum forvalið, sem sagt betri en meira en helmingur umsækjenda haha gott á hina sem duttu strax út og þurftu bara endalaust að bíða og bíða eftir svari.
Ég fann það á mér þegar eg var á leiðinni heim úr Reykjavík að ég væri að fá þennan póst í dag því ég var með hnút í maganum alla leiðina heim.

síðastliðinn mánuður hefur verið mjög bissý eins og þið getið kannski séð á því hvað ég er búin að blogga lítið Stebbi og jóna voru í heimsókn og það er búiða að vera líf og fjör.

Fór svo á djammið í fyrstaskipti í mánuð eða eitthvað á laugardaginn það var mjög skrítið gerðist mest lítið þar nema í byrjun en við tölum ekki um það alveg strax...

Bið að heilsa og ég er farin að leyta að fleiri skólum til að sækja um.
Sóla

|

sunnudagur, júní 06, 2004

Æði pæði litla stofan

vitiði hvað við Sigrún erum að fá litlu stofuna okkar aftur í gula herberginu. Afi er nebblega farinn vestur. Hann fór í gærmorgun. Eg er reyndar líka búin að finna herbergið mitt aftur eftir frekar langann tíma, sem er auðvitað heilt kraftaverk af minni hálfu. Sigrún systir segir að við búum í kóngulóahúsi og var að enda við að myrða eitt stykki. Það er reyndar heilt kraftaverk útaf fyrir sig af því að ég er yfirleitt sú sem drepur kóngulærnar fyrir hana. Jæja ætla að fara að klára að þrífa og blogga bara meira seinna
Sóla

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?