sunnudagur, júlí 16, 2006
Jæja við höfum barasta ekki hist síðan á Íslandi...
Já ég hef ekki látið í mér heyra síðan ég var á Íslandi í viku. Það var rosalega gaman þar, hitti næstum alla sem ég hefði viljað hitta. Hafði reyndar ekki tíma fyrir alveg alla en ég var líka bara í viku. Ég vann í tvo daga á bókasafninu fyrir mömmu og svo hitti ég vinkonurnar talsvert og fékk klippingu hjá Rakel og litaði nokkra og plokkaði. Heimsótti gömluvinnurnar og fór í tvö grillpartý. Crashaði í einu og kom öllum á óvart og í hinu buðu vinkonurnar mér í rosa flotta þriggja rétta máltíð og frábært partý þar sem við enduðum niðrí bæ og auðvitað á Hressó. Ég er líka svo ótrúlega fyrirsjáanleg að Binna og Úlfar mættu þangað bara til að leita að mér og viti menn að ég var þar.
En allavegana þá kom ég heim og byrjaði strax að vinna í Westminster Abbey. Það er rosalega gaman í vinnunni og mjög fjölbreitt. Við erum búin að hreinsa tvær kapellur og hreinsa og vaxa minnisvarða og grafhýsi. Ég og Ali fórum líka upp í the Lapidorium (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) þar sem á að opna lítið safn með munum sem hafa verið teknir niður af ýmsum ástæðum eða fundist einhverstaðar í kirkjunni. Þetta er eginlega uppá háaloftinu í kirkjunni og við vorum þar að gera ástands skýrslur á munum þarna inni. Maður þarf að fara upp langa hringstiga og opna margar læstar hurðir á leiðinni þarna upp og auðvitað læstumst við Ali þarna uppi og þurftum að bíða í 20 mín eftir að vera sóttar. Við fundum líka hluta af minnisvarða bak við annan minnisvarða þegar við vorum að þrífa eina kapelluna. Hann verður eitthvað skoðaður nánar og gerðar alskonar rannsóknir og hreinsaður svo fer hann væntalega þarna uppá loft.
Á föstudaginn síðasta var svo vinnu party. Við hættum að vinna um tólf og það var árlegt garðpartý með fríum mat og drykk og svo var haldið áfram á nálægum pub. Það var alveg ógeðslega gaman en laugardagurinn var ekki alveg jafn skemmtilegur... hehehe.
jæja ég vona að þið hafið það gott á Íslandi eða hvar sem þið eruð ég er að fara í picknick á eftir að segja bless við Patriciu sem er að fara aftur til Portugal í nokkra mánuði.
bið að heilsa ykkur öllum
chao
Sólveig
|
Já ég hef ekki látið í mér heyra síðan ég var á Íslandi í viku. Það var rosalega gaman þar, hitti næstum alla sem ég hefði viljað hitta. Hafði reyndar ekki tíma fyrir alveg alla en ég var líka bara í viku. Ég vann í tvo daga á bókasafninu fyrir mömmu og svo hitti ég vinkonurnar talsvert og fékk klippingu hjá Rakel og litaði nokkra og plokkaði. Heimsótti gömluvinnurnar og fór í tvö grillpartý. Crashaði í einu og kom öllum á óvart og í hinu buðu vinkonurnar mér í rosa flotta þriggja rétta máltíð og frábært partý þar sem við enduðum niðrí bæ og auðvitað á Hressó. Ég er líka svo ótrúlega fyrirsjáanleg að Binna og Úlfar mættu þangað bara til að leita að mér og viti menn að ég var þar.
En allavegana þá kom ég heim og byrjaði strax að vinna í Westminster Abbey. Það er rosalega gaman í vinnunni og mjög fjölbreitt. Við erum búin að hreinsa tvær kapellur og hreinsa og vaxa minnisvarða og grafhýsi. Ég og Ali fórum líka upp í the Lapidorium (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) þar sem á að opna lítið safn með munum sem hafa verið teknir niður af ýmsum ástæðum eða fundist einhverstaðar í kirkjunni. Þetta er eginlega uppá háaloftinu í kirkjunni og við vorum þar að gera ástands skýrslur á munum þarna inni. Maður þarf að fara upp langa hringstiga og opna margar læstar hurðir á leiðinni þarna upp og auðvitað læstumst við Ali þarna uppi og þurftum að bíða í 20 mín eftir að vera sóttar. Við fundum líka hluta af minnisvarða bak við annan minnisvarða þegar við vorum að þrífa eina kapelluna. Hann verður eitthvað skoðaður nánar og gerðar alskonar rannsóknir og hreinsaður svo fer hann væntalega þarna uppá loft.
Á föstudaginn síðasta var svo vinnu party. Við hættum að vinna um tólf og það var árlegt garðpartý með fríum mat og drykk og svo var haldið áfram á nálægum pub. Það var alveg ógeðslega gaman en laugardagurinn var ekki alveg jafn skemmtilegur... hehehe.
jæja ég vona að þið hafið það gott á Íslandi eða hvar sem þið eruð ég er að fara í picknick á eftir að segja bless við Patriciu sem er að fara aftur til Portugal í nokkra mánuði.
bið að heilsa ykkur öllum
chao
Sólveig
|