laugardagur, desember 11, 2004
PRÓFIN BÚIN :D
Jess jess jess jesssssssssssss............................
Jæja prófin eru loksins búinn og ég er búin að vinna og læra stanslaust í heila viku. Ekki haft samband við neinn og bara lokaði mig inni þegar ég var ekki í vinnunni. Held að mér hafi gengið ágætlega í þessari prófahrinu. Svo vona ég bara það besta.
Annars fór ég til Köben um síðustu helgi með kirkjukórnum í hans boði. Það var bara mjög gaman þó ég hafi annars ekki mikið verið á þvælingi með kórmeðlimum. Skrapp tvisvar yfir til svíþjóðar að heimsækja Stebba og co. Það var mjög skemmtilegt að sjá þau og stelpurnar, þær orðnar roslalega stórar og Soffía var með leikþátt eiginlega allan tímann. Karólína þekkti okkur hinsvegar ekkert og setti bara í brýrnar ef maður kom of nálægt. Hún var nú samt aðeins farin að venjast okkur þegar við fórum en við máttum sko ekki halda á henni það vara ekki glæta. Stebbi, Jóna, Soffía og Karólína takk fyrir mig og ég hlakka til að sjá ykkur í lok ársins.
Í gær vingaðist ég aftur við vinkonumína Hilluna í vinnunni minni. Hún gaf mér góða kúlu með svons krispi. Það er að segja ég fékk aftur gat á hausinn eftir að missa handklæðið í gólfið og beygja mig eftir því og reka mig svo í hilluna vinkonu mina fyrir ofan. Þetta var semsagt ekki í fyrsta skipti. Samt minna núna, síðast spíttist sko blóðið og Binna fékk taugaáfall....
Ætla að halda upp á próflok í kvöld
bið að heilsa
Chao Sóla
|
Jess jess jess jesssssssssssss............................
Jæja prófin eru loksins búinn og ég er búin að vinna og læra stanslaust í heila viku. Ekki haft samband við neinn og bara lokaði mig inni þegar ég var ekki í vinnunni. Held að mér hafi gengið ágætlega í þessari prófahrinu. Svo vona ég bara það besta.
Annars fór ég til Köben um síðustu helgi með kirkjukórnum í hans boði. Það var bara mjög gaman þó ég hafi annars ekki mikið verið á þvælingi með kórmeðlimum. Skrapp tvisvar yfir til svíþjóðar að heimsækja Stebba og co. Það var mjög skemmtilegt að sjá þau og stelpurnar, þær orðnar roslalega stórar og Soffía var með leikþátt eiginlega allan tímann. Karólína þekkti okkur hinsvegar ekkert og setti bara í brýrnar ef maður kom of nálægt. Hún var nú samt aðeins farin að venjast okkur þegar við fórum en við máttum sko ekki halda á henni það vara ekki glæta. Stebbi, Jóna, Soffía og Karólína takk fyrir mig og ég hlakka til að sjá ykkur í lok ársins.
Í gær vingaðist ég aftur við vinkonumína Hilluna í vinnunni minni. Hún gaf mér góða kúlu með svons krispi. Það er að segja ég fékk aftur gat á hausinn eftir að missa handklæðið í gólfið og beygja mig eftir því og reka mig svo í hilluna vinkonu mina fyrir ofan. Þetta var semsagt ekki í fyrsta skipti. Samt minna núna, síðast spíttist sko blóðið og Binna fékk taugaáfall....
Ætla að halda upp á próflok í kvöld
bið að heilsa
Chao Sóla
|